Hafi verið afsökun er hún löngu, löngu úrelt.

"Ef fyrir hendi er gæðingur, verður honum hleypt." Þetta var ein af afsökununum hér í gamla daga fyrir því að fara í kappakstur á götum og vegum, og einnig var það notað sem skýring, að Ísland væri eina landið í Norður-Evrópu þar sem engin aðstaða væri fyrir akstursíþróttir eftir alþjóðlegum reglum, sem giltu í öðrum löndum. 

Fyrstu fjögur árin sem ég hafði bílpróf, kom það fyrir að kitla pinnann, en með tilkomu góðaksturskeppni 1963 var því háttalagi snarhætt sem betur fór.  

Senn verður liðin hálf öld frá því að stofnað var til akstursíþróttafélaga með möguleikum á keppni á vélknúnum farartækjum af ýmsum gerðum á fullkomlega löglegan hátt. 

Raunar er enn lengra síðan að Vélhjólaklúbburinn Elding var stofnaður, og það var meira að segja lögreglumaður sem gekk undir heitinu Siggi Palestína, sem stofnaði klúbbinn með unglingum, sem vildu reyna færni sína og vélfáka sinna, sem voru að mestu skellinöðrur. 

Sigurður var lögreglumaður á bifhjóli, sem tók hlutverk sitt alvarlega en sýndi á hinn bóginn fágætan skilning á löngun ungra manna til að taka fáka sína til kostanna.

Tengd frétt á mbl.is er um "spyrnukeppni" í Kópavogi, sem engin afsökun er fyrir, vegna þess að fyrir hendi er Kvartmílubraut í Kapelluhrauni, þar sem hægt er að stunda slíkt á löglegan hátt, en einnig er hægur vandinn að fletta upp í erlendum bílablöðum og yfirlitsritum og sjá þar tölur yfir hröðun bíla.   


mbl.is Á 148 km hraða í spyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband