Ruglingur og ringulreið síðan 2010.

Samfelld og ör fjölgun ferðamanna síðan 2010 ætti að vera búin að skapa grundvöll fyrir heillegri og vandaðri stefnu í reglum og skipulagningu varðandi þjónustu og samskipti við hinn mikla ferðamannafjölda, að ekki sé nú talað um nauðsyn verndunar náttúruverðmætanna og gerð nauðsynlegra innviða vegna hinna miklu umsvifa. 

En hver höndin virðist uppi á móti annarri og ruglingur og ringulreið ríkjandi víða um land. 

Hugmyndin um náttúrupassa var steindrepin fyrir fjórum árum með samstilltu átaki furðulega ólíkra hópa sem töldu það, sem erlendis væri tilefni til að telja passahafa "stolta þátttakendur", væri þvert á móti tákn um "niðurlægingu og auðmýkingu" hér á landi. 


mbl.is Sérstakt eftirlit við Hraunfossa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband