Ekkert nýtt að líkja innflytjendum við dýr - Hitler líkti gyðingum við rottur.

Oft snýst stefna stjórnmálamanna um það að afla sér fylgis, með því að skipta fólki í hvítt og svart, nánar tiltekið í tvo hópa: "Við" og "þau", eða "við" og "hinir." 

Þetta getur snúist upp í harða aðskilnaðarstefnu með tilheyrandi múrum milli "okkar" og "þeirra." 

Aðskilnaðarstefnan sést í ýmsum birtingarmyndum. Hún var stunduð í suðurríkjum Bandaríkjanna langt fram eftir síðustu öld, og teygði anga sína meira að segja langt út fyrir þau. 

Þegar Nina Simone átti að koma fram sem undrabarn í tónlist í kirkju í Fíladelfíu var foreldrum hennar skipað að sitja aftast í kirkjunni, af því að þau voru blökkufólk. 

En sú stutta neitaði að spila nema þessu yrði hnekkt. Henni var ekki fyrirgefið þetta og var meinað að útskrifast sem konsertpíanisti frá tónlistarskólanum vegna hörundslitar hennar. 

Nokkrum dögum fyrir andlát hennar fékk hún heiðursnafnbót og afsökun frá skólanum. 

Trump heimtar að reisa múr á landamærunum við Mexíkó á þeim forsendum að innflytjendur úr suðrir séu þvílíkt hyski, að þeir séu líkari dýrum en mönnum. 

Hliðstætt orðalag stuðlar að því að afla sér fylgis með því að benda á aðsteðjandi ógn frá "þeim", það er, hreinum skepnum og glæpahyski. 

Slíkt orðfæri á sér langa sögu.  Þegar Hitler vildi leysa svonefnd "gyðingavandamál" Evrópu líkti hann gyðingum við rottur eða meindýr, sem þyrfti að útrýma. 

Hér er aðeins verið að tala um orðfæri af þessu tagi, því drápsæði Hitlers á sér enga hliðstæðu. 

Æ ofan í æ tekst forystumönnum ríkja að fylkja þjóðum sínum að baki sér með því að finna sameiginlegan ytri óvin og sýna fram á nauðsyn þess fyrir þjóðina að eiga "sterkan" leiðtoga. 

Hugsanlega er Vladimir Pútín slægasti forystumaður heims, jafnvel töfrandi í viðkynningu á sinn hátt, -  svo mjög, að í hugum meirihluta þjóðar hans og margra útlendinga kemur enginn annar til greina við að stjórna landi hans, jafnvel á þann hátt sem sumir fyrri stjórnendur Rússlands fengu viðurnefnið "mikli" eða "mikla" fyrir.   

 


mbl.is Trump líkti farandfólki við dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar.

Hérna er myndband af því sem sagt var. Forsetinn er á fundi með lögreglustjórum og þeir kvarta og kvarta. Fólk er drepið í bunkum af eiturlyfja- og glæpagengum sem koma frá Mexíkó og sem forsetinn kallar "animals" (dýr). Hér er ekki verið að ræða saman um kaffiboð og pönnukökur við landamæri Íslands eða samtal á Útlendingastofnun.

Eiginlega er það "fréttamennskan", ef svo má kalla þessa slúðurfrétt, sem er það versta við þetta allt. Hún er á svo lágu plani að hún sést bara alls ekki.

Myndbandið: Trump calls some illegal immigrants "animals" in meeting with sheriffs

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.5.2018 kl. 02:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Málið snýst um það hvort valdamenn eigi aldrei að gæta orða sinna heldur bara láta alltaf allt flakka. 

Enginn forseti Bandaríkjanna hefur komist með tærnar þar sem Trump hefur hælana í yfirlýsingagleði á hæsta hástigi um menn og málefni, að ekki sé nú talað um stanslausar staðhæfingar hans um eigin snilligáfu og yfirburði. 

Ómar Ragnarsson, 17.5.2018 kl. 08:44

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú sérð Ómar hversu lélegur fréttaflutningur þetta er. Að segja hlutina eins og þeir eru er ekki slæmt. En að klippa þá úr samhengi er hins vegar slæmt. Að kalla morð,- eiturlyfja- og glæpagengi réttum nöfnum er það sem þau eiga skilið. En enginn á hins vegar svona fréttaflutning skilið.

Það eru níu stjórnmálamenn myrtir í hverjum mánuði í Mexíkó. Þarlend stjórnvöld stunda það að flytja glæpagegni og heimagert vesalingaveldi sitt út til Bandaríkjanna í stað þess að takast á við vandamál sín. Eiturlyfjahagkerfi Mexíkó er að ná stærð hins löglega hluta þess. Ef ekkert er að gert er bandaríska réttarríkið í hættu því borgararnir missa virðinguna fyrir lögunum og finnst þeir standa einir, ef þessi straumur af ólöglegum innflytjendum er ekki stöðvaður.

Þetta með "enginn Bandaríkjaforseti" er ekki rétt. Þeir hafa látið ýmislegt fjúka í gegnum tíðina. En enginn þeirra hefur hins vegar þurft að glíma við eins rotna fjölmiðla og Donald Trump. 

Gunnar Rögnvaldsson, 17.5.2018 kl. 09:26

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sagt er að Nixon hafi verið orðljótur á stundum, en sennilega ekki á jafn opiberan hatt og Trump gerir. Hann átti það til að bölva mönnum í sand og ösku, en hann gerði það ekki opinberlega. 

Sæmundur Bjarnason, 17.5.2018 kl. 09:57

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

John Quincy Adams kallaði Andrew Jackson leigumorðingja og sagði að konan hans væri hóra.

George McGovern kallaði Nixon 12 sinnum nasista, opinberlega, í kosnigunum 1972.

Franklin D. Roosevelt sagði við Thomas E. Dewey að Bandaríkin væru ekki að berjast við nasista og fasista í útlöndum til þess eins að afhenda honum, nasistanum og fasistanum, völdin í Bandaríkjunum í kosningunum 1944.

En þetta er ekkert miðað við að segja við pólitískan andstæðing sinn að hann væri glataður því mamma hans ræki hóruhús í kirkjugarði

Gunnar Rögnvaldsson, 17.5.2018 kl. 10:20

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Trump heimtar að reisa múr á landamærunum við Mexíkó á þeim forsendum að innflytjendur úr suðrir séu þvílíkt hyski, að þeir séu líkari dýrum en mönnum. 

Hvar finnurðu þessu stað Ómar?

Halldór Jónsson, 17.5.2018 kl. 14:18

7 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Ómar 

Í dag þá uppnefna Zíonistar alla uppreisnarmenn í Palestínu sem Hryðjuverkamenn, svo og öskra Hamas, Hamas og Hamas allt fyrir áróðurinn, þrátt fyrir að Palestínumenn hafi mótmælt her- og landnámi Zíonista í meira en 70 ár. 

   Image may contain: 4 people, meme and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 17.5.2018 kl. 16:47

8 identicon

Þetta er gott dæmi um það hversu vanmegnugir fjölmiðlar eru að fjalla um Donald Trump á hlutlausan og faglegan hátt. Hið rétta er eins og bent hefur verið á í athugasemdunum hér að hann kallaði meðlimi glæpagengja dýr en ekki alla innflytjendur.

Það er síðan hlægilegt að síðuhaldari leiðrétti ekki færsluna heldur fari að tala um hvað DT geti verið orðljótur.

HSD (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 19:38

9 identicon

Ómar. Þegar ég var barn, heyrði ég einhvern segja að mannskepnan væri grimmasta skepna jarðar. Mannskepnan er dýrategund á jörðinni. Kannski ætti MAST og dýraverndunar-liðið að velta því fyrir sér?

Ósiðmenntuð mannskepna er hættulegri en dýrin í frumskógunum. Það þarf engin mannanöfn né ríkisforstjóra-nöfn til að sanna né afsanna þá staðreynd.

Líklega er það ekki einungis Dónald Trömp að kenna, að við höfum víst flest öll týnt siðmenntaðra vegferðar-stikunum hér á jörðinni?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 20:24

10 identicon

Ómar minn. Bókin á náttborðinu mínu þessa dagana heitir: Frumskógarstelpan.

Sönn saga Sabine Kuegler, sem ólst upp með foreldrum og systkinum sínum í Indónesíu.

Þegar ég ber saman hegðun svokallaðra siðmenntaðra manna og ríkja hegðun dagsins í dag, við frásagnir þessarar konu af reynslu sinni af frumskógarfólkinu í Indónesíu, þá finnst mér frumskógarfólkið siðmenntaðra en svokölluðu "siðmenntuðu" ríkin.

Sorglegt en satt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband