Leikið lausum hala. Eftirlitsstofnanir "hafa engin úrræði."

"...hefur engin úrræði..." er gegnumgangandi setning, sem notuð er í útskýringum stofnana, sem eiga að hafa eftirlit í umhverfismálum á Íslandi. Skaftárfossar

Nú er það verksmiðja United Silicon í Helguvík, sem þetta hefur átt við, en í áratugi hefur rányrkja og ill meðferð beitilands á Íslandi viðgengist vegna þess að Landgræðsla Íslands "hefur engin lagaleg úrræði" til að beita í líkingu við þær heimildir, sem Fiskistofa hefur í sambærilegri meðferð á fiskistofnum landsins. 

Verksmiðjunum sjálfum hefur verið falið að annast loftmælingar og virkjanaaðilum hefur verið falið að sjá sjálfum um mat á umhverfisáhrifum. Skaftárhraunkvíslar

Til þess velja þeir þær verkfræðistofur, sem duglegastar eru í að hagræða staðreyndum og fela þær og hafa sérhæft sig í þessu. 

Allt er morandi í þessu, og þar er við löggjafarvaldið að sakast, ráðandi stjórnmálaöfl hér á landi. 

Eitt af fjölmörgum dæmum er það hvernig ekki er minnst einu orði á þau náttúruverðmæti, sem eyðilögð yrðu með Búlandsvirkjun þegar Skaftá verður veitt úr farvegi með einstaklega fallegu kvíslamynstri í gegnum Skaftáreldahraun við Skaftárdal og fimm fallegir fossar hverfa, sem heldur er ekki minnst orði á. 

Myndin hér að ofan er loftmynd af hluta þeirra og fyrir neðan hana er önnur mynd með hluta af kvíslanetinu, en hvorugt þessara fyrirbæra, sem erlendir ljósmyndarar hafa hrifist af í ferðum með mér, er talið vera til samkvæmt skýrslu hinnar "sérhæfðu" verkfræðistofu. 


mbl.is Engin úttekt á búnaði verksmiðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

efri mynd ágæt. en setja má spurnnígamerki við þá neðri. nú hef ég ekki komið þarna en hef séð svipað svæði þetta munn annaðhvort rena sem ein á því sandurinn mun fylla smámsaman upp eða það kemur hlaup í ána og gróðurinn hverfur. með tileirandi upplæstri upplástur er alltaf slæmur svo það gæti verið betra að sandurinn fari í kaf. miðað við staðsetníngu svæiðisins.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 19.5.2018 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband