Hraunið er merkilegast en lítils metið og þarf endurmat.

Fyrir löngu hefði átt að vera búið að friðlýsa Elliðaárdal samkvæmt ítrustu kröfum um friðlýsingu náttúruvætta. Náttfari í Elliðaárdal

Hve margir Íslendingar skyldu vera meðvitaðir um það að við miðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu skuli enn mega sjá tiltölulega nýrunnið hraun, líkast til aðeins nokkur þúsund ára gamalt?

En orðin "skuli enn mega sjá" eru því miður að verða merkingarlítil, því að sinnuleysi ríkir gagnvart þessu merkilega fyrirbæri, sem komið er alla leið ofan úr Bláfjöllum.  

Svo er að sjá að hvar sem því hafi verið við komið, hafi verið í gangi svo mikil skógrækt að það komi í veg fyrir að einhvers staðar megi sjá hraunið ósnortið af slíkum aðgerðum. 

Ég er ekki að tala um mikið, bara autt hraunsvæði á svo sem eins og einum vel völdum hektara með góðu upplýsingaskilti. Reykjavík er vafalítið eina höfuðborg heims, þar sem svona nýrunnið hraun er að finna nálægt þungamiðju byggðarinnar með tugþúsunda manna íbúðahverfi allt um kring.  

 


mbl.is Hvetja borgarstjórn til að friðlýsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Ég er nú bara áhugamaður um jarð- og náttúrufræði. Svona eins og þú. En eftir því sem ég best veit þá rann hraunið í Elliðaárdal fyrir um 4500 árum í miklu gosi í Leitum og urðu þá þá meðal annars til þeir hólar (gerfigígar) sem grafið var í á sínum tíma og heita Rauðhólar. Þetta hraun þekur stórt svæði í Þrengslum og til sjávar að sunnanverðu. Það eru margir þekktir hellar í þessu hrauni m.a. Raufarhólshellir, Árna hellir (stórkostlegt náttúruundur) og Arnarker við Hlíðarenda.

Vona að ég fari rétt með en ef ekki, endilega leiðrétta mig.

Kveðja Björn

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 18.5.2018 kl. 17:14

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sammála þér hér, Ómar.  Hraunið í kringum elliðárvatn, en ég bjó sem ungur drengur við vatnið og verð að segja að mér finnst skömm að hvernig umhverfið hefur breitst.

Örn Einar Hansen, 18.5.2018 kl. 17:50

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er rétt hjá þér, Björn Jóhann, þótt ég segði aðeins "nokkur þúsund ára gamalt."

Ómar Ragnarsson, 18.5.2018 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband