Enginn er búmaður nema hann barmi sér.

Ofangreint máltæki hefur lengi verið í gildi hér á landi. Í því hefur verið vísbending um að þær stærstu á hverju sviði láti verst af afkomu sinni. 

Hvað íslenskt þjóðfélag snertir eru þetta oft þeir sem í skjóli sérstöðu og fákeppni hafa mestu möguleikana til að koma sér í þægilega aðstöðu. 

Eitt dæmið er nýleg athugun á íslensku tryggingarfélögunum. Í henni kom í ljós að arður þeirra skiptir milljörðum á hvert félag og hefur augljóslega skapast í skjóli fákeppni þar sem tryggingargjöld hafa verið miskunnarlaus hækkuð.

Arðurinn eða gróðinn rennur að mestu til hluthafanna, tiltölulega fárra eigenda mestalls auðs, auðlinda og eigna í landinu. 


mbl.is Séríslenskar reglur hækka kostnað neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Arðurinn eða gróðinn rennur að mestu til hluthafanna og þar eru lífeyrissjóðirnir, almenningur, stærstir.

Sú krafa að hluthafar fái sem lægstan arð af eignum sínum og að fyrirtæki séu ekki rekin sem hagnaðardrifin fyrirtæki er óraunhæf, heimskuleg og skaðleg. Angi af þeirri hugsun er að menntun skili ekki hærri launum og að launajöfnuður eigi að ríkja. Hver verður þá tilgangurinn með því að leggja aleiguna undir til að stofna fyrirtæki eða leggja á sig margra ára erfiði í námi ef það skilar engu?

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.5.2018 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband