Breytist mikið úr þessu?

Skoðanakannanir eru eitt en raunveruleg úrslit eru annað. Þetta hefur margoft verið sagt og stundum reynst rétt, en stundum ekki. 

Vitað er úr fyrri kosningum, að Píratar koma betur út úr skoðanakönnunum heldur en í kosningum. 

Stór hluti fylgis þeirra felst í fólki, sem hefur tileinkað sér netið öðrum fremur, og skilar sér því betur í gegnum það en með því að hafa fyrir því að fara á kjörstað. 

Það hefur margsinnis gerst í bæjarstjórnarkosningum og síðar borgarstjórnarkosningum í Reykjavík, að ekki hefur þurft meirihluta atkvæða til þess að mynda meirihluta borgarfulltrúa. 

Nú virðast mörg smá framboð eiga það á hættu að koma engum fulltrúa að, og fellur fylgi þessara litlu framboða þá "dautt" niður eins og það fyrirbrigði er stundum orðað að atkvæði dugi ekki til að skila af sér fulltrúa. 

En nú er aðeins einn dagur til kosninganna og niðurstöður skoðanakannana hafa verið nokkuð svipaðar um langa hríð, hvað sem kemur upp úr kössunum aðra nótt. 


mbl.is Sjö flokkar fengju fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Skoðanakannanir ganga framar lýðræði því
af þeim ræðst hvort og hvert rými framboðin fá
í ljósvakamiðlunum.

Í minum huga er þetta skýlaust stjórnarskrárbrot.

Sjálfsagt má deila um einkareknar stöðvar en tæpast 
umhugsunarefni þegar kemur að "RÚV okkar allra".

Sjálfur varst þú í stjórnlagaráði á sínum tíma.
Hvert er þitt álit á þessu?

Húsari. (IP-tala skráð) 25.5.2018 kl. 11:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta atriði var talsvert rætt í stjórnlagaráði, en í þeim stjórnarskrám í okkar heimshluta er þetta yfirleitt ekki stjórnarskrárbundið, þótt í einstaka ríki sé í séstökum lögum, að ekki megi birta niðurstöður skoðanakannana í ákveðinn tíma fyrir kosningar, svo sem síðustu vikuna. 

Gallinn er sá, að það er hugsanlega ekkert meira réttlæti í því að láta alla umræðuna snúast um niðurstöðu skoðanakönnunar það löngu fyrir kosningar, að hún kann að vera misvísandi og úrelt. 

Ómar Ragnarsson, 25.5.2018 kl. 15:58

3 identicon

Sæll Ómar.

Þakka svarið.
(hefðum kannski frekar átt að nota sveitasímann!!)

Frammistaða spyrla í sjónvarpi í gær
var aðdáunarverð og verður með réttu talin
eitthvað það besta sem sést hefur í íslensku sjónvarpi.

"RÚV okkar allra," er þá réttnefni þegar allt kemur til alls!

Húsari. (IP-tala skráð) 26.5.2018 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband