Þung og vaxandi undiralda, sem von er.

Hröð fylgisaukning Sósíalistaflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar og það, að samanlagt fylgi hans og Flokks fólksins meira en tvöalt meira en fylgi Vinstri grænna eru merki um vaxandi undiröldu, sem ætti ekki síður að beinast gegn ónýtum stjórnmálamönnum en núverandi verkalýðsforystu. 

Stjórnmálastéttin ber nefnilega alla ábyrgð á ofurlaunahækkunum sínum og helstu forstjóranna, bæði í opinbera geiranum og einkageirunum. 

Stjórnmálastéttin bjó til Kjaradóm og þegar hann setti hér allt á hvolf, hafði hún auðvitað vald til að snúa því til baka, rétt eins og hún hafði nýtt sér vald sitt til að skapa ófreskjuna. 

En það hefur hún ekki gert og undravert er að sjá, hve andvaralaust stjórnmálastéttin er, sem horfir, fljótandi sofandi að feigðarósi, á óánægjuölduna rísa og vaxa, án þess að aðhafast neitt nema að hirða hinar stórfelldu launahækkanir.  


mbl.is Vantrauststillaga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband