Pútínspillingin blasir alls staðar við og meirihluti Rússa í raun meðvirkur.

Það, að Pútín skuli hafa þá stöðu sem hann hefur í Rússlandi segir mikið um það hvílíkt tak hann hefur á meirihluta þjóðarinnar. 

Gögnin blasa við, "Rússland Pútíns" eftir Önnu Politskovskaja, sem hún var drepin fyrir, íslenskur vinkill í frásögn Ingimars Ingimarssonar í bókinni "Sagan, sem varð að segja" og nú síðast fróðlegir þættir í sjónvarpi. 

Ekkert í fyrsta þættinum kom á óvart varðandi mafíósann Pútín og meira að segja í fyrrakvöld datt ég í eina mínútu inn í sýningu, þar sem við blasti hvernig Pútín hyglir vinum sínum úr ólíkustu áttum og felur meira að segja gömlu júdófélaga sínum að standa fyrir brúnni miklu milli Rússlands og Krímskaga. 

Spillingin og kúgunarástand blasa hvarvetna við en í risastóru landi þar sem "sterkir" og "miklir" leiðtogar hafa litað þjóðarsöguna öldum saman og verið æ síðan í hávegum hafðir, er eins og að þessu sé tekið sem eins konar samfélagslegu náttúrulögmáli. 

Andstæðingar keisarans slæga og skarpa með sína miklu persónutöfra og íðilsnjalla framkomu eru kúgaðir, fjarlægðir og drepnir með hæfilega löngu millibili til að ekki sé um hreina Stalíniska ógnaröld að ræða en þó nægilega sterk skilaboð um það, hvers sé máttúrinn og dýrðin. 

Og þetta virðist nægja,  auk þess sem Pútín og aðrir þjóðarleiðtogar eru iðnir við kolann að búa til ástand, þar sem auðvelt er að gefa Pútín til að sameina þjóðina getn utanaðkomandi ógn. 


mbl.is Rússneskur blaðamaður myrtur í Kiev
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki veizt þú frekar en ég, Ómar, hvort rússnesk stjórnvöld höfðu eitthvað með morðið á blaðamanninum Babtsjen­ko að gera. Ef hann ritaði óvarlega um það þegar kór Rauða hers­ins fórst á leiðinni til Sýr­lands eða tengdi þetta hugleiðingum um "Rússland sem árás­araðila", getur hann hafa móðgað eða styggt einhverja í hernum, ekki satt? Að Pútín sé sekur, getum við ekki fullyrt út frá fréttinni, en vinsæll er hann, það er ljóst, samanber sjónvarpsþættina sem hafa verið í sýningu á Rúv-Sjónvarpi.

En ræðandi um kúgunarástand: það skyldi þó ekki vera tilhneiging til þess á þínum gamla vinnustað við Efstaleiti? Eindregin hlutdrægni, mannorðssverting og þöggunarviðleitni gagnvart vissum framboðum var býsna bersýnileg í þáttarstjórn Sjónvarpsins kvöldið fyrir kjördag í borgarstjórnarkosningunum. Fréttamenn Rúv eiga að vera hlutlægir og óvilhallir,ekki hlutdrægir og misbeitandi valdi sínu með ójafnri tímastjórn og truflandi frammíköllum til þess gerðum að leiða menn frá umræðu þeirra til annars efnis að skapi viðkomandi fréttamanna.

Jón Valur Jensson, 30.5.2018 kl. 00:27

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það er skömm að, þegar menn eru farnir að breiða út hernaðaráróður og hjálpa til með að skapa styrjaldarástand í Evrópu.

Þetta er það sem þú ert að bera út, Ómar.

Bretland brenndi Ísland sem "hryðjuverkaþjóð", eru Íslendingar almennt réttdræpir?

Hér í Svíþjóð, þar sem ég bý ... er eldra fólki "birlað" eitur(lyf) til að gera það "meðþægilegra". Alveg sérstaklega þá, sem hafa orðið fyrir strók eða orðið fyrir öðrum skaða. Í dag er þetta fólk "lobotimerað" með pillum og þykir gott mál.  Gamla fólkið gengur um eins og múmíur og hlíðir öllu sem þeim er sagt, og þetta lítur vel út á mynd.

Er einhver sem athugar hvernig þeim lýður inni í skelinni?

Ég er að segja þetta til að benda á, frá hvaða "sjónarhóli" við erum að dæma aðra.

Við ERUM glæpamenn hér ... erum við dómbærir á Rússa?

Nei.

Í 70 ár, höfum við hatað þjóðverja af því þeir töldu sig Aría "the master" Race, og vildu reisa "þriðja ríkið".

Í dag, sleikjum við upp þá sem kalla sig "sönnu álfa jólasveinsins", og vilja reisa Þriðja musteri Sólómons.

Báðir aðilarnir, telja "réttu lausnina" vera að "skjóta þá óæskilegu".

Erum við dómbærir á Rússa?

Nei. Við dæmum ekki hluti út frá "eðli" málsins.

Meirihluti Rússa kaus Pútin ... af því meirihlutinn lifir undir hæl hans?

Eru mótmæli daglega, þar sem blaðamenn eru fangelsaðir og almenningur laminn sundur og saman.  Óæskilegu fólki "girt" burt og skotið eins og hundar ef þeir hlíða ekki?

Nei. En þetta gerist í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Ísrael.

Öll ofangreind lönd, lifa yfir efnum fram ... Bretland og Frakkland eru í raun gjaldþrota.  Ísrael hefur aldrei getað staðið undir sér, nema með aðstoð erlendra ríkja.  Bandaríkin eru á hrað siglingu í gjaldþrot.

Þessi ríki lifa góðu lífi, með því arðræna aðra.

Donald Trump, segir opinskátt ... það sem allar þessar þjóðir hafa gert í aldraðir, og birjað ekki með "nýlendustefnu" þeirra.

Frá örófi aldra, þar sem Barónarnir byggðu sér "kastala" til að geta rænt bændurna og falið sig bak við múra sína.  Er Donald Trump nú opinberlega að "ræna", allan heiminn.

Ertu dómbær á Rússa?

Nei, Ómar ... þú getur ekki einu sinni séð eigið land í réttu ljósi, sem er smám saman að breitast í fasistaveldi.

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla ... sjálfur var ég löngu þreittur á að heira allar sögurnar um kommúnisma og Kína, svo ég fór þangað sjálfur, lærði tungumálið og giftist kínverskri konu.

Allt, sem þér er sagt ... er ekki bara lygi, heldur haugalygi.

Hér á vesturlöndum erum við að amast í Rússum, vegna þess að Rússar vilja ekki stríð og við hér ... viljum eignast yfirráð yfir þeim auðlindum sem Rússland býr yfir.

Qui Bono ... Ómar ... alltaf spyrja Qui Bono.

Rússar skutu ekki niður MH370 ... það gerðu Úkraínumenn og Hollendingar. Holland er mesta glæparíki í heiminum. Og þetta land hýsir einhverja dómstóla? Það er svona svipað og ef Nasistarnir yrðu "mannréttindadómstóllinn".  Hollendingar borguðu miljarða Evra til að komast i gas auðlyndirnar, sem finnast í austur Ukrainu. Þeir gera allt, til að sverta Rússa og komast í þær. Bandaríkjamenn hindra "Nordprom" til að koma í veg fyrir að Rússar geti selt gas og olíu framhjá og þar af leiðandi gert gas svæðin í Úkraínu "ónauðsynleg".

Það er verið að berjast um yfirráð yfir eignum ... um peninga og auðæfi.

Skripal er annað dæmi. Ef maðurinn hefði verið birlað "Novocheck", eru 0% líkur á að hann hafi lifað af.  97% dauðsfall, hin 3% er heilaskaði. Vegna hins geigvænlegu hættu af þessu, var þetta bannað og Rússar gengust undir á sínum tíma að eyða þessu.  Því alveg eins og "gas" notkun fyrri heimstyrjaldar, myndi notkun þessa efnis granda þeim sjálfum.

Hér er ekki þarmeð sagt, að Rússar geta ekki hafa saðið á bak við málið ... og viljað láta Breta gera sig að fíflum.

Qui Bono? Hagnast Rússar á þessu?

Nei. En vesturlönd, sem halda ekki vatni yfir að ná yfirráðum yfir olíu og gas útbreiðslu hagnast þannig, að "rússa grýlan" rís upp á ný. Með henni er hægt að pína rússa með þvingunum og þannig fá þá að láta undan.

Rússar láta alltaf undan ... þannig hafa Rússar alltaf háð sín stríð, bæði sögulega og nú.

Þar fyrir utan, þá eru Rússar nú að endurreisa her sinn ... eftir tvö ár, þá verður ekki hægt að ögra þeim.  Innan 50 ára, verður Kína de facto einráða heimsveldi.

Qui Bono?

Allt sem þú sérð og heirir, er hernaðar áróður gróðrafyrirtækja á borð við George Soros, og Dóna Trump ... til að halda "veldi" sínu. Ekkert óskiljanlegt, en Rússar eru að draga hlutina á langinn ... svara því ekki fyrir sig.  Á næsta ári, eru þeir alls ráðandi hernaðarlega.

Spil vesturlanda gengur út að ögra þeim, þvinga fram hernað áður en Rússar verða ósigrandi, svo nær.

Vegna þess að á næsta ári, munu vesturlönd tapa áhrifamætti sínum í mið-austurlöndum.

Við eigum ekki að taka þátt í þessu spili ... því það skiptir engu máli, hvernig fer fyrir Rússum. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn líða undir lok innan 50 ára.

Við sjáum ekki spilið ... og eigum að halda okkur hlutlausum. Allir aðilar ljúga, og hafa eitthvað til síns máls.

Örn Einar Hansen, 30.5.2018 kl. 05:51

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Nú hef ég ekki lesið bók Ingimars,eða horft á sjónvarpsþættina,en það væri forvitnilegt að vita hvort það kemur fram í þáttunum að Anna var líka að skrifa um Georgísku og Téténsku mafíuna.

Það er alkunna að mafíur taka því oft illa ef einhver er að abbast upp á þær. Hinsvegar er þessum staðreyndum oftast leynt í umræðu um þessi mál,af því að tilgangurinn er alltaf að sverta Putin.

.

Varðandi brúna.

Fyrir það fyrsta var búin ekki byggð af einu fyrirtæki,heldur mörgum tugum frá öllum kimum Rússlands. Hinsvegar var eitt fyrirtæki sem samræmdi aðgerðirnar.Sá um að framkvæmdaaðilar mættu þegar röðin var komin að þeim,og að gæðin væru í lagi. 

Það eru afar fá fyrirtæki á heimsvísu sem eru fær um að skipuleggja verk af þessari stærðargráðu og með þessum framkvæmdahraða ,og ekki ólíklegt að það sé bara eitt í Rússlandi. Við verðum að hafa í huga að þetta er lang stæðsta framkvæmd sem farið hefur verið í í sögu Rússlands og með stæðstu framkvæmdum í Evrópu í langann tíma.

Það þarf góða skipulagningu til að klára verkefni sem er eins og sjö Kárahnjúkavirkjanir,á innan við tveimur árum. Vel gert Rússar. 

Ég held að menn geri sér almennt ekki grein fyrir hvað þetta var mikið afrek,menn eru svo uppteknir við að sverta alla sem komu að þessu.

Ef þetta er spilling,þá sárvantar okkur meira af henni.

Svo sennilega var valin skynsamlegasta leiðin,kannski eina leiðin, og árangurinn var meira en góður. Eru hægt að fara fram á eitthvað meira.? 

Borgþór Jónsson, 30.5.2018 kl. 12:04

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér varð á í messunni með fjölda þeirra fyrirtækja sem komu að smíði brúarinnar. Þau voru ekki tugir,þau voru 220.

Borgþór Jónsson, 30.5.2018 kl. 12:28

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sérkennilegt að á sama tíma sem menn hafa hellt sér yfir mig hér á síðunni fyrir að mæla gjörðum Pútíns bót varðandi Krímskaga og viðbörgð hans við sviknum loforðum vesturveldanna um að þenja NATO ekki út upp að rússnesku landamærunum,  er ég núna sakaður um hið þveröfuga, að vera með herferð gegn Pútín. 

Og núna, einmitt þegar ég er að skrifa þetta, er greint frá því í fréttum að Babtsjenko sé sprellifandi, morðið hafi verið sett á svið. 

Ja, hérna. tala drepinna upp á marga tugi eða jafnvel enn fleiri minnkar við þetta um einn, en það er hið versta mál þegar falsfréttum fjölgar, ekki hvað síst þegar um svona lygar er að ræða. 

Ómar Ragnarsson, 30.5.2018 kl. 15:12

6 identicon

Var ekki fullyrt að Putin hefði drepið þennan blaðamann?

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/05/30/myrti_bladamadurinn_babchenko_a_lifi/

endalausar lygar sem okkur er boðið upp á í þessum fjölmiðlum

Grímur (IP-tala skráð) 30.5.2018 kl. 15:19

7 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ómar, ekki ætla ég að tala máli Rússa ... en rússa grýlan er svo geigvænleg að henni er enginn mörk. Eins og ég sagði áður, við höfum hatað þjóðverja fyrir það sem við sleikjum upp aðra fyrir í dag.

Í dag hafa rússar engan áhuga á okkur hér, og því get ég séð þá í "skopi" málefnanna. Dóni Trump, segir margt sem rétt er ... en, er rétt ... alltaf rétt. Skoðaðu Evrópu í dag, sem er að reyna að þvinga okkur hér ... smáþjóð.

Við þurfum að hugsa um framtíð þjóðar okkar ...

Örn Einar Hansen, 30.5.2018 kl. 19:19

8 identicon

Sæll Ómar. Hvað er satt og hvað er ósatt, er ekki auðvelt að átta sig á núorðið, því tæknibyltingin er komin miklu lengra en okkur er almennt sagt.

Þetta tækniþróunar-leynimakk er eins og með vertöku-virkjanirnar; allt frágengið og ferdig-frastjolet, þegar almenningi er sagt frá hvað hefur verið í gangi. Verst er skipulögð æðstu embættavaldastýrð leynd í fjölmiðlum, yfir öllum stórvægilegum þróunar gjörbreytingum og framkvæmdum. Það gildir ekki frekar um Rússlands Púltin, heldur en aðra í "stóru" strákaklúbbum heimsins, (sem halda þeir séu eitthvað almáttugir og stórir strákar).

Á mánudagskvöld sá ég í nrk.no, ríkissjónvarps fréttunum í Noregi, að Erna Solberg forsætisráðherra Noregs var að spjalla við vélkonuna ,,Sophiu", sem varð víst Sádí Arabískur ríkisborgari í fyrrahaust. Bráðum verður maður að klípa fólk í handlegginn sem maður hittir á förnum vegi, til að athuga hvort það er mennskur orginal eða vélmennsk eftirlíking? Eða eitthvað þannig álíka óábyrgt og furðulegt "grín"! Hver veit?

Í gærkvöldi var ég svo að flakka eitthvað á youtube, og fann annað ótrúlegt efni sem getur alveg eins verið bara leikið bull. Hvernig veit maður, hvað er satt eða ósatt? Við í vestrinu erum víst yfirleitt ekkert skárri en aðrar þjóðir og heimsálfur, þó það beri kannski minna á að glæpir vestursins komist uppá yfirborð fréttaumfjöllunar í vestrinu. Ég er kannski bara orðin of gamaldags, en mér finnst klónun á fólki óhugnanleg. Ég vona að þetta sé bara leikið, en ekki sannsögulegt video.

youtube: CLONE FACTORY-MIRRORED VIDEO

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2018 kl. 21:56

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, "blasir" hún ennþá við þér "Pútínspillingin", þegar dagur er að kveldi kominn, Ómar?!

Jón Valur Jensson, 31.5.2018 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband