Hægt að bæta söluvöruna

Þótt það kunni að sýnast einkennilegt þá getur það kannski bara verið ágætt að tími vinnist til að bæta söluvöruna fyrir ferðamennskuna sem er íslensk náttúra.

Möguleikarnir eru svo miklir þar sem þeir hafa verið vannýttir hingað til.  Í stað þess að hrúga öllum á Gullna hringinn og staði sem vaðast út er leikur einn að bæta aðgengi og auka þjónustu á svæðum sem hafa verið vannýtt hingað til.  Gott dæmi er eldvirka svæðið norðan Vatnajökuls. 

Ég var að fljúga fram hjá því svæði í dag og horfa á hvernig það er nánast alautt og enginn snjór.  Samt þarf að bíða langt fram í júni á hverju ári eftir því að þetta svæði sé opnað fyrir ferðafólk. 

Vegna sparnaðar í hitteðfyrra var svæðinu lokað í hálfan mánuð þegar veðrið var best og aðstæður voru sem bestar, frá ágúst og fram í október.

Ég kem úr leiðangrinum á morgun og þá mun ég birta myndir af svæðinu eins og það lítur út núna.

 


mbl.is Blikur á lofti í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband