17 stig í háfjallasól.

Það var þvílík blíða í flugferð frá Rangárvöllum til Sauðárflugvallar í gær, að það er úr nógu að moða til að setja á blogg og facebook næstu daga. BISA 1.júní 2018

Við völtun vallarins, sem tekur heilan dag vegna fjölda og lengda brautanna, var ekki ónýtt að nýta sér það, að það er sóllóga á gamla fornbílnum sem dregur valtarann og hægt að sóla sig helminginn af tímanum. 

Þetta er í 660 metra hæð yfir sjó, svipað og Vífilsfellið, og Snæfell og Kverkfjöll njóta sín vel á svona dögum. 

Á austurenda flugvallarstæðisins er ágætt útsýni yfir Sauðá til Kverkfjalla. Sauðá hjá BISA

Þennan stað hef ég nefnt "útsýnisstað Hitlers" í bók, sem ég hef haft í smíðum og fjallar um þýska jarðfræðiprófessorinn Emmy Todtmann, sem fór alls þrettán ferðir til Íslands til mestan part að rannsaka Brúarjökul og sköpunarverk hans. 


mbl.is Allt að 20 stiga hiti fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf ekki leyfi fyrir því búa til flugvöll þarna og valta yfir viðkvæman gróður?

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.6.2018 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband