Trump trompar Henry Ford og fleiri.

Henry Ford eldri var snillingur á ákveðnu sviði í gerð bíla og bílvéla, en fljótlega á ferli hans sem eini eigandi og valdamaður í hinni risastóru verksmiðju, sem framleiddi á tímabili fleiri bila en allar aðrar bílaverksmiðjur heims, nýtti hann sér stöðu sína og þar með geðþótta miskunnarlaust. 

Þessi stjórnunarstíll tók sinn toll, og sonur hans, Edsel, leið svo mjög önn fyrir mistök og átök innan fyrirtækisins, að hann dó langt um aldur fram. 

Verksmiðjurnar hefðu líkast til farið í gjaldþrot ef stríðsframleiðslan hefði ekki bjargað þeim fyrir horn á stríðsárunum, þannig að kynslóðaskipti urðu á síðustu stundu til að forðast hrun. 

Hnignun verksmiðjanna má alfarið skrifa á "ég" stjórnunarstíl Fords og það, hvernig hann leyfði einstaka ofstopamönnum eins og Mitchell að komast upp með offors og ofbeldi. 

Fyrstu árin eftir valdatöku Henry Ford yngri naut fyrirtækið mikils starfsþreks og góðra hugmynda hins nýja og unga forstjóra. 

En fljótlega tók þó að bera á göllum í stjórnunarstílnum, svo sem þeim á þeim að ráða til fyrirtækisins dýrum dómum bestu fáanlega yfirmenn fyrir hinar ýmsu deildri og svið þess og fá fram baráttu þeirra á milli til að þeir legðu sig alla fram. 

En ef einhver einn varð of áberandi og fyrirferðarmikill að dómi Fords þannig að hann væri farinn að skyggja á forstjórann, var hann jafn róttækur við að reka viðkomandi og hann hafði verið til að ráða hann. 

Þessir tilburðir geðþótta og valdbeitingar sköðuðu fyrirtækið og starfsandann. 

Flestir, sem þurfa að vinna undir stjórn hafa upplifað misjafnar myndbirtinar á stjórnun.  Ég var til dæmis einu sinni undir stjórn fréttastjóra, sem átti það til að etja undirmönnum sínum gegn hver öðrum. Það var "þessi vakt" og "hin vaktin." 

Það var ansi óþægilegur stjórnunarstíll þegar honum var beitt. 

Nú má lesa um að stjórnunarhættir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta innifela flest það versta sem finna má í heimildum um galla voldugra stjórnarherra.

Notað er orðið "ég"forsetatíð um valdadaga Trumps, sem minnir tæknilega á það að Adolf Hitler var alráður "Furher" eða Foringi Þýskalands. 

Hitler gætti þess lengi vel að nýta sér sem best færni og hæfileika herforingja sinna, en þegar á leið í stríðinu, fór hann að reka þá, sem andmæltu honum varðandi einstakar hernaðaraðgerðir, svo sem þegar hann rak Heinz Guderian. 

Síðan kom að því að Foringinn tók sér alræðisvald og þá fór stríðsrekstrinum að hraka illilega og röngum ákvörðunum að fjölga. 

Burtséð frá því hverjir eru alráðir, er jafn algert "ég"stjórnarform og nú virðist færast í aukana í Hvíta húsinu ekki góðs viti.  

 

 


mbl.is Etur starfsfólki gegn hvert öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband