Atgervisflóttinn byrjaði strax upp úr aldamótum.

Tvenns konar atgerfisflótti hefur hrjáð íslenska fjölmiðla á þessari öld. 

Sá fyrri stafaði af uppgangi í efnahagslífinu þegar "græðgisbólu"fyrirtæki og samtök hófu að bjóða fjölmiðlamönnum gull og græna skóga fyrir að fera fjölmiðlafulltrúar og talsmenn sína. 

Frétta- og blaðamenn sáu einnig, að ef þeir sérhæfðu sig sem mest í viðskiptalífinu og efnahagsmálunum yrðu þeir líklegri til að fá feitar stöður hjá valdafólki á þessu sviði. 

Afleiðingin varð þvílík sprengja af viðskiptafréttum, að Íslendingar sem voru í nokkur ár við nám erlendis, þekktu varla fréttir og efni fjölmiðlanna frá því sem áður var, - það var eins og allir fjölmiðlar og öll blöð væru orðin að viðskiptablöðum. 

Síðan kom Hrunið og þá tók við örvænting hjá fréttamiðlunum þar sem mörgum bestu og þar með hæst launuðu mönnunum var sagt upp til að spara, og ráðnir ódýrir starfskraftar í staðinn. 

Minnisstæður er mér einn færasti og reyndasti blaðamaður landsins, sem sannaði fyrir mér ágæti sitt þegar hann tók við mig viðtal án upptökutækis, og skilaði því á þann einstæða hátt, að það þurfti hvergi að gera athugasemd við eða leiðrétta textann. 

Síðan var horft upp á það að ráðnir voru tveir eða jafnvell þrír ódýrir í staðinn, sem samanlagt voru langt frá því að afkasta jafn miklu og jafn vel og sá, sem var látinn taka pokann sinn. 


mbl.is Fréttamiðlar sjaldan mikilvægari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband