Sumargjafir fyrir lífeyrisþega detta inn um blaðalúgurnar.

Nú fréttist af endurútreikningum á lífeyri aldraðra og öryrkja sem þeir fái senda bréflega og snúa að því að ríkið nái sem mestu til baka af þeirri hungurlús, sem þeim hefur verið skömmtuð. 

Fróðleg og athyglisverð var hin langa upptalning eins talsmanns lífeyrisþega um daginn á öllum þeim smásmugulegu atriðum, sem nýtt eru til þess að tryggt sé að sem flestir sitji fastir í fátæktargildru, sem á sér enga hliðstæðu í norðanverðri álfunni. 

Gildir þar enn máltækið, að það er lítið sem hundstungan finnur ekki. 


mbl.is Loforðin „innantómt blaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Varðandi sumargjafirnar þá stjórnast greiðslur
af tekjuáætlun. Hún er stundum of lág eða há og
því er við að búast að leiðréttingar eftir
álagningu skatta endurspegli það. Það er alltof sumt!
Ekki ástæða til að ala á tortryggni og sundrungu
hvað það varðar.

Smásmygli þessa kerfis og gildrur er önnur saga
og fæst af því sem tekur mið af kjörum alþingimanna, -
og er þá gott að vita af góðum dýralæknum og
almennri löggjöf um meðferð sláturdýra!

Húsari. (IP-tala skráð) 5.6.2018 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband