Varúð gagnvart náttúru og varðveisla Flóttamannaleiðar.

Svæðið í kringum Vífisstaði og milli þeirra og syðstu byggðar Hafnarfjarðar við Kaldárselsveg er merkilegt og dýrmætt að mörgu leyti. 

Við mannvirkjagerð þarf að huga að mörgu og vilji mun vera til þess. 

Um svæðið runnu tvær álmur svonefnds Búrfellshrauns, sem komst til sjávar bæði í Hafnarfirði og úti á Álftanesi, þar sem Gálgahraun / Garðahraun er fremsta álma þess. 

Svæðið er þrungið töfrum hins magnaða hrauns og söguslóðum. 

Um Gálgahraun liggja sjö stígar af reið- og göngustígum með mögnuðum nöfnum eins og Sakamennastígur og Fógetastígur. 

Þrír þessara stíga voru klipptir í sundur með nýjum Álftanesvegi, en frekari áform um vegagerð í þessu hrauni munu vera aflagðar. 

Einn malbikaður bílvegur á svæðinu vestan við Vífilsstaði er sögulegs eðlis, en stór hluti þessa vegar var lagður af breska setuliðinu í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar. 

Hann var meðal annars lagður af hernaðarlegum ástæðum, til þess að auðvelda flutninga liðs, hergagna og varnings ef til árásar Þjóðverjar kæmi og láta Hafnarfjarðarveg ekki nægja einan. 

Á tíma vegalagningarinnar voru Bretar á flótta alls staðar undan Þjóðverjum og Japönum og gáfu gárungarnir því þessari leið nafnið Flóttamannaleið. 

Væri vegurinn greinlega lagður til þess að auðvelda Bretum flóttann hér á landi eins og annars staðar. 

Hún fékk fljótlega víðari merkingu sem ágæt leið fyrir þá sem vildu forðast lögreglu, til dæmis vegna of mikils áfengismagns í blóði. 

Ég legg það ákveðið til að nafninu Flóttamannaleið verði haldið til haga. 

Það er svo skemmtilegt að eiga svona sagnaslóðir með viðeigandi nöfnum. 


mbl.is Tveggja km reiðvegur verði samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vona bara Ómar að nafnið fái að vera áfram og svo er þetta skemmtileg leið í alla staði.

Valdimar Samúelsson, 6.6.2018 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband