Stórum beitarsvæðum haldið í gíslingu áratugum saman.

Góðu heilli áttuðu menn sig á því hér á landi að ekki var nóg að taka upp reglur um sjósókn og verndun fiskistofna til að koma í veg fyrir ofveiði. 

Lykillinn að árangri voru nægilega góðar rannsóknir og eftirlit, en slíkt var þó til lítils ef ekki var hægt að beita úrræðum til að stöðva brot á reglum um fiskveiðar. 

Hins vegar virðist skorta á slíkt á mörgum misjöfnum sviðum þegar kemur að dýrahaldi á landi, og gildir það ekki aðeins um hættuega hunda heldur skaðlega beit bæði hrossa og sauðfjár. 

Þegar ég hóf að kanna þau mál í dagskrárgerð og sjónvarpsfréttum fyrir fjórum áratugum voru ákveðin svæði illa ofbitin víða um land. 

Víða var níðst mjög á einstökum jörðum og afréttum en jafnvel þar sem verst var farið fram, gat Landgræðslan engan veginn beitt sér í líkingu við Fiskistofu varðandi ágengar fiskveiðar, vegna þess að öll lagaleg úrræði skorti. 

Sums staðar kveður svo rammt að þessu enn, að síðustu fjörutíu ár hefur engu fengist um þokað. 

Myndir og fréttir af hinu nídda landi hafa engu skilað. 

Engu myndi breyta þótt farið væri aftur að stað með umfjöllun og myndbirtingar. Þessi svæði yrðu enn verr útlítandi en þegar farið far í hinar gagnslausu kvikmyndtökuferðir fyrir allt að 40 árum.  


mbl.is Hundur hélt hverfi í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband