Óraunsæ afstaða, - og til eilífðarnóns?

Sovétríkin færðu alla Austur-Evrópu í raun undir hervald sitt eftir Seinni heimsstyrjöldina í krafti samninga við Vesturveldin sem Stalín túlkaði á annan veg en Roosevelt og Stalín. 

Kalda stríðið stóð næstu rúma fjóra áratugi en samt var haldið sambandi við Sovétrikin á marga lund, meðal annars með ýmsum samningum um kjarnorkubúnað risaveldanna. 

Rússland hefur um langa hríð verið í hópi stærstu iðnríkja heims en nú er hernám Krímskagans látið ráða því að Evrópuríkin haldi Rússum fyrir utan G7 hópinn. 

Ef ætlunin með þessu er að fá Rússa til að sleppa völdum á Krimskaga virðist það vera algerlega óraunsætt. 

Rússar réðu yfir skaganum til ársins 1964 og fórnuðu meira en 50 þúsund hermönnum í Krímstríðinu um miðja 19. öld til þess að viðhalda völdum sínum þar. 

Samningar Bandamanna um skipan mála eftir Seinni heimsstyrjöldinni voru gerðir i Jalta, og það var varla tilviljun. 

Þegar Krústjoff stóð fyrir því að færa skagann undir Ukraínu voru forsendur allt aðrar en síðar varð, - Úkraína var hluti af sambandsríki þar sem Rússar báru ægishjálp yfir aðrar þjóðir og ríkinu var miðstýrt frá Kreml. 

Færsla skagans yfir til Ukraínu breytti engu um hernaðarlega stöðu á skaganum með herskipahöfnina Sevastopol sem þungamiðju. 

Þegar komið var fram á annan áratug þessarar aldar var staðan gerbreytt, - hörð átök voru í Ukraínu þegar sókn ESB og NATO til austurs virtist vera farin að teygja sig inn í landið sem er álíka mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Rússa og Kanada eða Mexíkó eru fyrir Bandaríkjamnn. 

Eða eigum við að segja suðausturríki Bandaríkjanna frá Floridaskaga norður fyrir herskipahöfnina Norfolk. 

Það virðist fullkomlega óraunsætt að ætla, að Rússar muni sleppa tökum á Krímskaganum og vaxandi ýfingar út af honum eru einungis til hins verra. 

Ekki hefur verið að sjá merkjanlega andstöðu íbúa Krímskaga við endurheimt yfirráða Rússa yfir skaganum, og í austasta hluta Ukraínu eru afar mikilvæg iðnaðarsvæði. 


mbl.is Á móti endurkomu Rússlands í G7-hópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þessum skrifum

Má þó bæta við að Krústjoff var Úkraníumaður og að gefa Úkraníu Krímskaga á þessum tíma var mun minna verk en redda jarðgöngum heima í héraði

Grímur (IP-tala skráð) 9.6.2018 kl. 17:11

2 identicon

Sæll Ómar minn. Það er víst ekki allt sem sýnist. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós.

Ég skil ekki hernaðarbrölt heimsins.

Hvorki fyrri tíma græðgihernaðar valdabrölt, né nútíma banka/lífeyris-fjárfestingasjóða/stórfyrirtækja-hernaðar græðgivaldabrölt, er löglega né siðferðislega verjandi.

Valdníðslustríð og byltingar, þær kúga, hóta, pynta, ræna og drepa alltaf þá sem verst standa. Sem eru varnarlaus, blekkt og misnotuð fórnarlömb hvítflibbanna í efri kefiströppunum. Og þar af leiðandi: sjúklingar, fátæklingar, konur og börn. Þetta er gömul saga og ný. Sama hvað hver reynir að réttlæta hernaðarbrölt hertöku-valdagræðginnar út um alla jörðina, með glæpafjölmiðlandi blekkingum og lygum hverju sinni!

Enn eru einhverjir í gamla kúgunar-valda-gírnum, þótt augljóst sé að engin þjóðanna samþykkt né alþjóðalög siðmenntaðra réttarríkja geti varið þessa valdagræðgi-villimennsku?

Siðmenntuð réttarríki eru í raun ekki siðmenntuð réttarríki, nema þá kannski einungis á fölsuðum lögmanna/dómsstóla sömdum hertökusvikaranna falspappírum. Falspappírum sem eru þinglýstir af réttindalausum eignaræningja-Sýslumannsembættis-fulltrúum! Sýslandi ekki-dómurum sem eru í vinnu hjá lífeyris/banka/vertakamannsals-mafíunum rænandi og undirheimavöruskiptandi.

Iceland?

Hver hefur stolið þessari eyju? Og stolið láglaunuðum/kaupmáttarsviknum þrælunum með upp í gegnum áratugina og aldirnar, á lögmanna/dómstóla-meðhjálpara falspappírs-ritaranna-hátt?

Og sleppur svo við Sýslumannafulltrúanna siðmenntaðra ríkja uppgjörið lögverjandi og siðmenntaða, eftir óverjandi ránin og valdníðslukúganirnar siðlausu?

Kannski London City Skrípal-leikararnir hafi "keypt" Ísland og alla kaupmáttar rændu þrælana "ókeypis", á "siðmenntaðra ríkja alþjóðasamninga-lögverndaðan" skattræningja-hvítþveginn og Lux-sápaðan aumkunarverðan hátt?

Eða þannig!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2018 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband