Barðist Sigríður í Brattholti "gegn mannlífi og framförum?"

Þegar Sigríður í Brattholti barðist gegn því fyrir réttri öld að Gullfoss yrði virkjaður, áttu Íslendingar enn nær ekkert rafmagn í vegalausu landi. 

Þá voru röksemdirnar fyrir virkjuninni kunnuglegar: Nauðsynleg atvinnuuppbygging og atvinnusköpun auk samgöngubóta og gnægðar af raforku. Ef ekki yrði virkjað, væri voði fyrir höndum. Ekkert gæti komið í staðinn. 

Þó eru ekki til gögn um það að skrifað hafi verið um baráttu Sigríðar: "...hefur um langan aldur barist með öllum tiltækum ráðum gegn mannlífi og framförum..." 

En það gera menn hikstalaust núna í umræðum um virkjanamál á Vestfjörðum. 

Á tímum Sigríðar vantaði rafmagn, en nú framleiðum við Íslendingar fimm sinnum meira rafmagn en ef við þurfum til eigin fyrirtækja og heimila og erum á meðal tekjuhæstu þjóða heims. 

Ef Gullfoss hefði verið virkjaður hefði líklega farið fyrir honum líkt og frægasta fossi Noregs, Rjukan, sem þjóðhöfðingjum annarra landa var sýndur meðan hans naut við, svo sem Lúðvíki Frakkakeisara. 

Það er athyglisverð tilviljun að Rjukan er sama nafn og Rjúkandi í Hvalá.  

Eftir virkjun hins norska Rjúkanda kemur þar varla nokkur maður til þess að horfa á bert bergið þar sem fossinn naut krafta sína fyrrum. 

Að því leyti til malar fossinn ekki sama gull og Gullfoss gerir með því að vera mjög mikilvægur hluti í aðdráttarafli fjölsóttustu ferðaleiðar Íslands. 

Þegar Rjúkandi og Drynjandi hafa hlotið sömu örlög og norski Rjúkandi verðu kippt fótum undan því að syðri hluti Drangajökulshálendisins fái að mala gull af sama toga og Gullfoss. 

Þessi syðsti hluti mögulegs þjóðgarðs á milli Djúps og Stranda allt norður um Hornstrandir verður sviptur þeirri sérstöðu sem felst í fossa- og smávatnalandslagi Ófeigsfjarðarheiðar, sem kallast á við Drangajökul. 


mbl.is Foss í oss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði Sigríður í Brattholti barist ef henni hefði verið sagt að virkjun mundi lækka ungbarnadauða um 80%? Að fullkomið sjúkrahús mundi rísa mörgum árum fyrr og bjarga þúsundum mannslífa? Að bætt heilbrigðisþjónusta, efnahagur og menntun mundi gagnast konum og börnum mest? Hvað hefði Sigríður í Brattholti þá sagt og gert? Hvað kostaði barátta hennar mörg börn lífið?

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.6.2018 kl. 04:36

2 identicon

Það stóð reyndar alls ekki til að selja rafmagn frá Gullfossi til almennings eða sjúkrahúsa. Ætlunin var að reisa áburðarverksmiðju sem knúin yrði rafmagninu. Og það hefði verið gert ef framfarir í tæknimálum hefðu ekki gert Gullfossverksmiðjuna úrelta og enga þörf fyrir rafmagnið frá henni. Barátta Sigríðar skipti reyndar engu raunverulegu máli heldur sú staðreynd að verðfall á tilbúnum áburði kippti fjárhagslegum grundvelli undan virkjuninni. Og Íslendingar fengu síðan nægt rafmagn frá Sogsvirkjunum til að minnka ungbarnadauða og starfrækja sjúkrahús.

Það er sjálfsagt að halda minningu Sigríðar á lofti, en hún hafði engin raunveruleg áhrif þótt við getum minnst hennar sem brautryðjanda í umhverfismálum. Sú mynd gæti þó flekkast ögn ef einhver rifjaði upp að hún barðist líka gegn girðingum sem setja átti upp til beitarstýringar.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.6.2018 kl. 12:21

3 identicon

Það er ekkert nýtt í því að fólk sé á móti virkjunum. Og eflaust ekki til sú virkjun sem einhver hefur ekki verið mótfallinn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.6.2018 kl. 14:22

4 identicon

nú ætla ég ekki að þreita menn með sigríði í battholti þá ágætu konu. um hið mikla rafmagn er nú erfitt að sjá rafmagn skiptir ekki máli ef það kemst ekki til viðtakenda skilst að það vanti að minstakosti 1. línu til að fullnæga draumnum um rafbílavæðíngu reykvíkinnga. svo minníngin um rafmagnsleisi í reykjavík mun brátt rætast

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.6.2018 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband