Sumir vildu heimsyfirráð, en Trump er sagður vilja geimyfirráð.

Í myndinni Einræðisherran eftir Charlie Chaplin er frægt atriði þar sem hinn alráði leikur sér að draumsýn sinni um heimsyfirráð að því að sparka og slá upp í loftið léttri, stórri hnattlíkansblöðru. 

Ef ég mann rétt endaði atriðið snögglega þegar blaðran sprakk. Myndin var háðsádeila á Adolf Hitler og forspá Chaplins reyndist rétt. Tilraun Hitlers til að gera Þýskaland mikilfenglegt á ný með beitingu hervalds fór í vaskinn.  

Napóleon var grunaður um að stefna að heimsyfirráðum og sömuleiðis Stálín varðandi heimsyfirráð kommúnismans. 

En þetta eru allt smámunir miðað við það sem hermt er nú að Donald Trump setji fram, að sem hluti af stefnunni "to make America great again" skuli stefnt að því að Bandarríkin verði alráð í geimnum og beiti til þess hervaldi. 

Um það hefur hingað til verið samkomulag að geimurinn sé utan landamæra einstakra ríkja, en nú kann að verða breyting á því.

Alheimurinn allur eins og hann leggur sig, ekkert smáræði það.  

Ágæt byrjun fyrir Trump í æfingum hans við að rifta alþjóðasáttmálum gæti verið að ná Suðurskautslandinu undir Bandaríkin og sjá hvernig það gefst.

Fundur Gorbatsjof og Reagans fór út um þúfur vegna ágreinings um áætlanir um geimvarnakerfi Bandaríkjamanna, en sú áætlun var oft nefnd Stjörnustríðsáætlunin. 

Síðan eru liðin 32 ár og aldrei varð neitt úr þessu stjörnustríðsbrölti og Kalda stríðið endaði með falli Sovétríkjanna. 

 

 


mbl.is Trump vill stofna geimher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hervald er, og hefur alltaf verið mikilvægt. Eftir "fall" Rómarveldis, varð silkileiðin að ræningjabæli þar sem kaupmenn voru rændir og drepnir. Maður getur sagt, í gamni og alvöru, að kaupmenn þurftu oft á tíðum að greiða tvöfalt og þrefalt verð fyrir vörurnar, og oftar en ekki með lífi sínu. Það er ekki fyrr en með tilstilli Bandaríska flotans, og áður breska, sem menn gátu flutt vörur milli heimshluta.  En til að tryggja þennan vöruflutning þurfti herskip.

Nú "vorast" aftur fyrir sjóræningjum. Íran, Indland, Kína ... voru rík á ránsyrkju. Bretar tóku líka upp þennan "leik", og Spánverjar einnig. Hingað til hafa Bandaríkjamenn haldið sér utan, en eins og margir hafa bent á ... er möguleiki að þeir séu líka að taka upp sama "leikinn", ef dæma má eftir ópíum uppskerunni í Afghanistan.

Öll heimsveldi fyrr og síðar, gengu út á að tryggja "kaupleiðir" gegn sjóræningjum. Eins og sagt áður, við fall Rómar ... tók við alger rányrkja "ræningja" Baróna, bæði hér vestra og enn verr í mið-austrlöndum, sem sátu í kastölum sínum og riðu út til að ræna bændur.

Mið-austurlönd, þetta gullfallega svæði er "eyðimörk" vegna rányrkju.  Sama gildir stóra hluta miðjarðar hafsins.

Enn sem komið er, eru engar "verzlunarferðir" um geiminn. Og verða ekki um komandi árhundruð. En geimurinn er mikilvægur til að geta séð yfir, og jafnvel tortímt ... glæpamönnum og ræningjum á jörðu niðri. Í því skini, er það einnig ágæt sem "hót", til þvingunar.

En sem "alheimsveldi" ... eru slíkar hugmyndir þínar, Ómar og annarra ... er bara frásinna.  Í skjóli vankunnáttu og skilningsleysis ... er hægt að telja fólki eins og ykkur, trú um allt mögulegt og fela hina réttu sögu mankynsins, í faðmi lyga.

Sigurvegarinn, skrifar mankynsöguna ... og mankynsagan er eins og sagan um Móses, Adam og Evu ... uppspuni, frá upphafi til enda.

Örn Einar Hansen, 19.6.2018 kl. 06:35

2 identicon

Sæll Ómar.

Erfitt er að átta sig á því ellidrepi sem sækir
hug þinn og sál að skrifa með þessum hætti
um voldugasta ríki veraldar og þá sem þar hafa
valist til forystu.

Bandaríkin björguðu Evrópu á sinni tíð og áttu þó
í Kyrrahafsstyrjöldinni á sama tíma.

Bandaríkin gátu látið það ógert því gagnstætt fullyrðingum
þínum og þvættingi þurftu þau ekkert á Evrópu að halda
og enn síður að útausa ölmusu til handa ríkjum Evrópu
í formi Marshallaðstoðar.

Gleymt er þá gleypt er!

Nær væri fyrir þig að fara í pílagrímsferð á Miðnesheiðina
í stað þess að ganga þig upp að hnjám í þessari vegleysu þinni!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.6.2018 kl. 08:31

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Heimsyfirráðastefna Bandaíkjanna er ekkert nýtt fyrirbæri og tengist Trump ekki á neinn hátt. Það er hinsvegar ruddafenginn persónuleiki Trumps sem hefur orðið til þess að fleiri og fleiri koma auga á hana.

Obama fylgdi þessari sömu stefnu ,en var klókari og viðkunnanlegri persónuleiki. Hann hafði lag á að láta fórnarlömbin brosa.

Húsari virðist vera fastur í einhverri bíómyndasagnfræði.Þáttaka Banndaríkjanna í Heimsstyrjöldinni síðari  var á engann hátt afgereandi. Þáttaka þeirra í styrjöldinni hófst ekki fyrr en það lá fyrir hvernig leikar mundu fara. Þeir réðust fyrst og framst inn í Evrópu til að tryggja sér hluta  af herfanginu.

Ég er ekki að segja að það hafi verið vont,það var það ekki,en hlutverk þeirra í að sigrast á Nasismanum var minniáttar.

Bandaríkin högnuðust gríðarlega á heimsstyrjöldinni og treysti þá í sessi sem stórveldi. Það eina á vesturlöndum.  Marshallapstopin var engin ölmusa. Hún var fyrst og fremst til að tryggja yfirráð Bandaríkjanna yfir Vestur Evrópu. Þessi fjárfesstirn er að skila enn þann dag í dag.

Margir standa í þeirri trú að Bandaríkin hafi gefið bandamönnum sínum vopn. Lend and lease.Þessi vopna voru alls engin gjöf,þau voru greidd dýru verði og mjög nýlega voru bæði Rússland og Bretland að greiða síðustu afborganir af þessari skuld. Sama gildir líklega um fleiri þjóðir.

Sama gegnir í raun um Kyrrahafsstríðið. Þar var hlutur þeirra stærri,en þeir voru enganveginn einir í ráðum. 

Þáttaka Bandaríkjanna í Kyrrahafsstríðinu hófst í byrjun ársins 1941 eftir að Japanir gerðu árás á Bandaríska flotastöð.

Þegar þetta gerðist hafði Kyrrahafsstróðið staðið í fimm ár. Margir halda að stríðið hafi hafist með árásinni á Pearl Harbour,en hið rétta er að Sovétmenn, Kínverjar og Indverjar höfðu barist árum saman við Japani með 17 milljón manna herafla,þar af 14 milljón Kínverjar.

Bandaríkin höfðu það mikilvæga hlutverk að eyða Japanska flotanum,en hinar þjóðirnar báru hitann og þungann af sjálfum bardögunum. Í hugum flestra voru þessi átök fyrst og fremst milli Japan og Bandaríkjanna. Þetta stafar af því að flestirr hafa sína sagnfræði úr bíómyndum frá Hollywood og þær bíómyndie greina alls ekkert frá framlagi annarra þjóða en Bandaríkjanna. 

Borgþór Jónsson, 19.6.2018 kl. 12:16

4 identicon

Sæll Ómar.

Bandaríkjamenn sátu ekki heima!

Þeir höfðu ekki efni á því að stunda geimveru-sagnfræði
eða eftiráskýringar. Enn síður dugði þeim markaðssett
sagnfræði sem byggist á copy/paste og segja svart vera
hvítt eftir þörfum.

Því miður er það þessi sagnfræði sem algerlega kemur í veg fyrir
að þær upplýsingar sem þó þegar liggja fyrir um Siðari heimsstyrjöld
fái litið dagsins ljós.

Bandaríkin báru ægishjálm hvað varðaði mannafla og hergögn
í þessum hildarleik og sendu ógrynni hergagna og matarbyrgðir á
austurvígstöðvarnar 1942 og ennfrekar 1943.

Innrásinn í Normandí 6. júní 1944 hefði verið útilokuð
án atbeina Bandaríkjamanna.

Marshallhjálpina þarf ekki að ræða og allra sízt
að Íslendingar hafi efni á því!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.6.2018 kl. 15:51

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Bandaríkjamenn báru engann ægishjálm á neinn hátt í heimstyrjöldinni Húsari. Ég veit ekki hvaðan þú hefur þessa vitleysu.

Í Kyrrahafsstríðinu telfdu þeir fram 3,5 milljónum hermanna ,af ca 17 milljónum. En enn og aftur. Við meigum ekki vanþakka framlag þeirra þar því að eyðing Japanska flotans hafði úrslitaáhrif á gang stríðsins.

Í Evrópu var hlutur þeirra miklu rírari.

Normandi innrásin ,sem var mjög smá í sniðum miðaða við orustur á austurvígstöðvunum ,kom svo ekki fyrr en níu mánuðum eftir orustuna við Kursk.

Almennt er talið að orustan við Kursk hafi ráðið úrslitum um hvernig stríðið fór. Eftir Kursk voru Þjóðverjar ófærir um að framkvæma sóknir,þeir gátu aðeins varist. Þýski brynherinn var í molum eftir þessa orustu og átti aldrei afturkvæmt

Þó gerðu þeir eina tilraun til að sækja á vesturvígstöðvunum. Þessi orusta er kölluð orustan við Bulge og er oftast talin stæðsta orustan sem háð var á Vesturvígstöðvunum.

Þessi orusta var að mannafla og tækjabúnaði ca 1/3 af orustunni við Kursk.

Sovétmenn telfdu fram 2,4 milljónum hermanna, 7300 skriðdrekum , 3500 flugvélum og 47.000 fallstykkjum af ýmsu tagi við Kursk.

Í orustunn við Bulge telfdu sameinaðir herir Breta,Bandaríkjamanna,Frakka og Belga ,fram 700 þúsund mannna her ,2400 skriðdrekum,10.000 fallstykkjum og einhverjum fáeinum flugvélum,en veður hamlaði lofthernaði mestan hluta tímans ef ég man rétt.

Ef við horfum á mannfall Þjóðverja í stríðinu ,það féllu u 3,4 milljónir Nasista í átökum við Rauða herinn,en um 1,8 í átökum við aðra bandamenn samtals,þar af um 400.000 vegna átaka við Bandarískt herlið. 

Ég er ekki að segja að Bandaríkjamenn hafi verið gagnslausir,en þeir voru sannarlega engir örlagavaldar.

Það má með sanni segja að Sovétmenn hafi verið með ægishjálminn í Evrópustríðinu ,en ekki Bandaríkjamenn. Bandaríkjamenn koma væntanlega í þriðja sæti á eftir Bretum.

Vesturlandabúum hættir svolítið til að belgja sig út og ýkja stórlega afrek sín í stríðinu. Á austurvígstöðvunum hefði innrásin í Normandi ekki verið talin með sem orusta vegna þess hve smá hún var í sniðum og Orustan við Bulge var bara meðal orusta í austri. 

Operation Bagration er oftast talin stæðsta aðgerð stríðsins. hún stóð í tvo mánuði árið 1944. Hún fór fram þar sem nú heitir Hvíta Rússland

Þar telfdu Sovétmenn fram 2,5 milljómum hermanna þegar mest var. 6000 skriðdrekum,34.000 fallstykkjum og 7800 flugvélum.

Í þessari aðgerð misstu Þjóðverjar 450.000 hermenn,50.000 fleiri en þeir misstu gegn Bandaríkjamönnum allt stríðið.

Stríðið á austurvígstöðvunum var einfaldlega á allt öðrum skala en annarsstaðar. 

Þetta þarftu að kynna þér Húsari góður áður en þú ferð að vera með sögukennslu um Heimstyrjöldina síðari.

 

 BagrationBagration

Borgþór Jónsson, 19.6.2018 kl. 22:52

6 identicon

Borgþór! Ekki nenni ég að elta ólar við þennan þvætting!

Þessi geimveru-sagnfræði þín þekkist ekki á byggðu bóli.

Þeir sem ætla að taka að sér að kenna gígjugripin
verða a.m.k. að kunna þau sjálfir.

Mér sýnist þú hvorki þekkja hljóðfærið og þá ekki gripin frekar! 

Húsari. (IP-tala skráð) 19.6.2018 kl. 23:08

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Húsari, auðvitað viltu ekki elta ólar, enda veistu augljóslega ekkert um styrjöldina í Evrópu.

Haltu bara áfram að horfa á Normandí ,bráðum kemur ábyggilega Normandí II glóðheit frá Hollywood.

Ég er ekki að draga úr hetjuskap þeirra hermanna sem börðust á vesturvígstöðvunum. Þó að orusturnar þar væru ekki stórar voru þær stundum erfiðar. Til dæmis var Normandi engin dans á rósum og mannfall var nokkurt.

Ítalíustríðiðð var líka erfitt.

Það sem þó skildi aðallega að, var að orusturnar fyrir austan voru miklu stærri og bardagarnir voru miklu heiftúðlegri. Fyrir þessu voru ákveðnar ástæður sem ég gæti sagt þér frá ,ef þú hefur áhuga á að fræðast. Ef þú kynnir þér plagg sem heitir "Generalplan Ost" þá gæti það aukið skilning þinn á þessum mun.

Fyrir Vesturevrópubúa þýddi uppgjöf fyrir Nasistum að þeir fengu ömurlega ríkisstjórn sem setti þá undir heraga,fyrir Sovétmenn þýddi uppgjöf þjóðarmorð.

Muninn má kannski sjá á mismuninumm á millii Paris og Leningrad. Við töku París var Þýska hernumm skipað að hlífa borginni eftir föngum. Í Leningrad var skipunin að drepa alla íbúana og jafna borgina við jörðu. Eins og Hitler orðaði það. Þriðja ríkið hefur enga þörf fyrir borg á þessum stað.

Stundum voru herir sendir á milli vígstöðva.Þýskir hermenn á austurvígstöðvunum hlökkuðu mikið til ef senda átti þá til Vesturvígstöðvanna. Þeir litu á það sem einskonar hvíldarinnlögn.  

 

 BagrationBagration

Borgþór Jónsson, 20.6.2018 kl. 09:19

8 Smámynd: Már Elíson

Það var lagið Borgþór - Boomerang í smettið á "húsara nafnlausa".

Már Elíson, 20.6.2018 kl. 17:52

9 identicon

Hugmynd Trumps er fullkomlega galin. Þetta er gamall draumur Regans, eins og menn muna. Forsendan að Bna séu varnarlausir í geimnum gagnvart öðrum þjóðum er eins og brandari úr Kubric mynd. Hvað er þá eftir, ef að þetta verður sett í gang þá mun þetta setja fókusinn á geimruslið, því að það kemur líklega í veg fyrir að þetta sé raunhæfur möguleiki í augnablikinu.

Trump er allt of mikið Hollywood, reykur og speglar með söguþráð. Algjört drasl!

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 20.6.2018 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband