Samanlögð geta var ekki lengur meiri en summan af getu leikmanna.

Jafnteflið við Argentínumenn og sigrar eða jafntefli í viðureign við sterkar þjóðir á EM og í forkeppni HM hefur byggst á því að gott skipulag, samheldni og eldmóður hefur skapað sterkara lið samanlagt en summan hefur verið af getu einstakra leikmanna. 

Þess vegna var alrangt mat fyrirfram fólgið í því að telja Nígeríumenn auðveldari viðfangs en hinar þjóðirnar í riðli okkar. 

Gegn liðum með hefðbundið skipulag hentaði þróað og firna gott skipulag okkar vel, en öðru máli gegndi um lið Nígeríu sem leikur lausbeislaðri leik og treystir á hraða, leikni, kraft og getu einstaklinganna. 

Þegar íslenska liðið lét þvæla sér út úr því að fylgja sinni taktík í síðari hálfleik, meðal annars vegna þess hvað hitinn beit á einstaka leikmenn og erfitt var að fylgja skipulagi, sem krafðist gríðarlegrar vinnu og úthalds, fengu Nígeríumenn sína óskastöðu og urðu betra liðið á vellinum. 

Summan af getu einstaklinganna var einfaldlega stærri hjá Nígeríumenn en hjá okkur. 

Nú er staðan vonlítil fyrir okkur nema að það muni hafa áhrif í leik okkar við Króata að þeir geta veitt sér þann munað að tapa fyrir okkur og að það hafi áhrif úr undirmeðvitundinni á keppnisandann. 

Og í viðbót að úrslit í leik Nígeríumanna og Argentínumanna verði okkur hagfelld. 


mbl.is Erfið staða eftir ósigur í Volgograd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ísland montaði sig fyrir 2008, og kallaði allan heiminn "öfundsjúka".  Það montar sig af "ferðamannastraumnum".  Og leikmennirnir montuðu sig og gortuðu eins og hanar ... sögðu sig hafa "lesið heilann" á Messi.

Þanng er þetta alltaf, og helfur alltaf verið á Íslandi.

Þetta er þjóð, sem barðist fyrir "sjálfstæði" frá Dönum, en nú eru danir með annan fótinn að "verja" þjóð, sem hvorki hefur vit, né samstillingu til að verja sig sjálft.

Meira að segja "Liechtenstein" er með eigin vörn.  Ísland, sem á margfalt meiri auðæfa að gætu, gefur skít í land og þjóð ... og lætur aðra sjá um gæsluna.

Heldurðu virkilega, að svona þjóð ... hafi eitthvað að ger í þjóðir erlendis, sem fara í stríð og "drepa allt og alla" ... á meðan Íslenskir leikmenn halda að sér, af því þeir vilja ekki vera "ljótir strákar" við "aumingja blámennina".

Þetta "gefast upp" hugarfar, skein í gegnum allan leikinn. Allir leikir gegn Íslandi, sem Ísland hefur tapað gegn Danmörk, Svíþjóð ... þá hafa "bræðurnir" spilað á þetta "meinleysis" hugarfar þjóðarinnar. Þetta "meinleysis" hugarfar er norræn firra. Við göngum allir með þá firru í hausnum að við séum Víkingar ...

Nei, við höfum aldrei verið Víkingar ... við erum, vorum og verðum alltaf bændur og bleiður. Þangað til að við hættum að hafa þetta "meinleysis" hugarfarið, og þróa okkur til að verja okkur sjálft ... sjá um okkur sjálft og hætta sýndamenskunni ... að við séum "gott fólk".

Lambið er gott ... því er slátrað, og étið með góðri list.

Örn Einar Hansen, 22.6.2018 kl. 18:59

2 identicon

Skreið til Nígeríu! Kannski er hún farin að virka!

En hvers vegna skipti kom skipting (fyrir utan skiptingu vegna meiðsla) ekki fyrr en allt, allt of seint? Hverju var að tapa í 2-0 stöðu að leyfa nýliðum að spreyta sig? Ari Freyr var amk. sprækur þá fáu mínútur sem hann fékk að spila.

Þjóðólfur í Tapi (IP-tala skráð) 22.6.2018 kl. 23:00

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ha, ha, ég man eftir þessari fyrirsögn "Skreið til Nígeríu." Á þeim árum, á sjöunda áratugnum voru Íslendingar að selja skreið til Nígeríu. Einhver brandarakallinn gerði athugasemd: aumingja kallinn sem skreið alla leið til Nígeríu!

En nú er það ekki raunin, miðað við atburð dagsins í boltanum: við vorum send nánast með hraðpósti til Nígeríu í síðari hálfleik.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 22.6.2018 kl. 23:24

4 identicon

Nánast nafni minn Bjarne fær verlaun júnímaánaðar fyrir heimskulegustu athugasemdina, vá hvað sumir geta verið vitlausir og innantómir froðusnakkar.

Næsta skref hjá landsliðinu er að senda farþeganaí liðinu heim.  Rúrik er þokkalegur fótboltamaður en hefur nákvæmlega engan leikskilning.  Björn Bergmann sameinar allt sem einkennir lélegan fótboltamann, engan áhuga, engan baráttuvilja og enga hæfileika.  Við höfum ekki efni á því að vera með mann í fremstu víglínu sem er í feluleik þegar hann kemur inná

Bjarni (IP-tala skráð) 23.6.2018 kl. 09:52

5 identicon

"Samanlögð geta var ekki lengur meiri en summan af getu leikmanna."
Þetta orðalag minnir á texta tillagna stjórnlagaráðs. Þar átti víða að segja eitthvað svo merkilegt en það varð að orða svo hátíðlega að úr varð ljóðræn merkingarlaus þvæla.

Samanlögð geta og summan af getu eru sami hluturinn og ætíð jafn stórir, summa þýðir samanlögð. Það hefði eins verið hægt að segja "Samanlögð geta var ekki lengur meiri en samanlögð geta leikmanna." eða "Summan af getu leikmanna var ekki lengur meiri en summan af getu leikmanna.".

Vagn (IP-tala skráð) 23.6.2018 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband