"Rigningarsumarið mikla" 1955.

Hið afbrigðilega veðurfar í maí og júní er alls ekkert einsdæmi. 

"Rigningasumarið mikla" 1955 verður lengi í minnum haft og hægt verður að minnast þess við mörg tækifæri þegar svipuð fyrirbæri láta á sér kræla. 

Eins og þessa dagana var rigningunni misskipt, en bara miklu lengur, ekki aðeins hér á landi, heldur líka erlendis, því að þegar suðlægar og rakar vindáttir blésu, var rignining sunnanlands en bjart veður norðanlands og enn bjartara og hlýrra í Norður-Evrópu. 

Þetta eindæms veðurlag stóð mestallan heyskapartímann og varð til mikilla leiðinda á rigningarsvæðunum. 

Í Danmörku fékk þetta sumar hins vegar heitið góðviðrissumarið mikla, því að þar var hálfgert sólarlandaveður þann tíma, sem rigningin plagaði sunnlenska bændur og meiri hluta Íslendinga sem mest. 

Ég var svo heppinn að dvelja í sex vikur í Kaupmannahöfn einmitt þennan tíma með um þrjátíu öðrum íslenskum skólakrökkum víða að af landinu, sem þangað voru boðnir til að vera á dönskum heimilum í boði Kola- og stálsambandi Evrópu", en dvölin endaði með heilmikilli alþjóðlegri æskulýðsráðstefnu. 

Við sluppum því við rigningarsumarið mikla heima og nutum hins gagnstæða í Höfn.  


mbl.is Landið klofið með tilliti til veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband