Risarnir riða. Sárabót fyrir okkur?

Það hefur vakið athygli hve svokallaðar "stórar" knattspyrnuþjóðir hafa margar hverjar átt í erfiðleikum á HM fram að þessu. 

Það munaði hérsbreidd að Íslendingar sendu Argentínumenn út af mótinu og óvænt snilldarskot, nánast heppnisskot á lokamínútu skilaði Þjóðverjum öllum þremur stigunum í leik þeirra við Svía. 

Eftir þann leik mátti þó sjá á blogginu mikla hrifningu yfir meistaragetu Þjóðverja, sem var hins vegar keyrð í kaf í dag. 

Þegar litið er á þetta kemur í hug gamla orðtakið að sætt sé sameiginlegt skipbrot, það er, að Íslendingar fara af mótinu með síst verri frammistöðu að baki en sjálfir heimsmeistararnir sem sáu þann titill fjúka út í veður og vind.  


mbl.is Heimsmeistararnir úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband