Athyglisverð áhrif á fossarennsli neðan við nýja virkjun.

Þegar Búrfellsvirkjun var gangsett fyrir um hálfri öld óx raforkuframleiðsla landsins meira en tvöfalt. 

Með virkjuninni var afl tekið að miklu leyti af tveimur stórum fossum, Tröllkonuhlaupi og Þjófafossi. 

Nú hefur verið tekin í notkun viðbótarvirkjun undir Búrfelli, sem minnkar hið skerta vatn í þessum fossum enn meira og verða fossstæði þeirra alveg þurr mestallt árið, og rennsli nokkrar vikur síðsumars aðeins brot af því sem áður var, sannkallaðar sprænur. 

Með Hrauneyjafossvirkjun í Tungnaá sem kom á eftir Búrfellsvirkjun, var þeim fossi fórnað.

Þetta eru athyglisverðar staðreyndir í ljósi þess, að varðandi Hvalárvirkjun hefur því verið haldið blákalt fram að skerðing fossanna þar verði lítil sem engin. 

En þar sýna örnefnin Rjúkandi og Drynjandi vel í hverju gildi þessara fossa hefur verið fólgið og er í raun stórmerkilegt hve margir hafa trúað fullyrðingunum um að hægt sé að virkja fossa landsins á sama tíma og vatn er tekið af þeim til að leiða það niður í túrbínur í gegnum fallgöng.  


mbl.is Búrfell II gangsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband