Báðir markverðirnir voru hetjur leiksins.

Það er sagt að sigurvegararnir skrifi söguna, og það virðist alveg gleymast í umfjölluninni um leik Króata og Dana að Kasper Schmeichel markvörður Dana var ekki síðri hetja en Daníel Subasic. 

Þrátt fyrir að vera markvörður tapliðs er alveg hægt að segja að frammistaða Schmeichels hafi vakið vonir um að kveða niður það þráláta tal og draug, að hann sé aðeins sonur frægs föður sins og ekkert meira en það, eigi jafnvel vafasamt erindi í marvörslu. 

Schmeichel varði nefnilega þrjár vítaspyrnur í leiknum, og sú fyrsta, sem hann varði, hélt Dönum inni í leiknum, annars hefði ekki orðið nein vítaspyrnukeppni. 

Umtalið um Schmeichel minnir dálítið á umtalið um Steingrím Hermannsson alveg þangað til hann var kominn á sextugsaldur. 

Eftir að hann var kominn heim frá námi í Bandaríkjunum var hann yfirleitt aldrei nefndur nafni sínu var alltaf talað um "son Hermanns Jónassonar og lengi eftir það oft bara nefndur Denni. 

En áður en yfir lauk skóp Steingrímur sér orð sem ég tel að setji hann í fremstu röð stjórnmálamanna síðustu aldar. 

Á ég þá einkum við afstöðu hans til umhverfis- og náttúruverndarmála á síðasta hluta ferils síns.  


mbl.is Subasic hetja Króata í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Öllu má nú líkja við HM í Rússlandi.

 Sama hvað ég reyni sé ég Steingrím Hermannsson Jónassonar þar hvergi nærri.

 Leikurinn vat hundleiðinlegur, fyrir utan fyrstu fjórar mínúturnar. Sáttur er ég með úrslitin. Maðkétiðsmjölsterroristar Íslands um aldir eru dottnir út og er það vel. Farið hefur fé betra.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.7.2018 kl. 05:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála um leikinn að undanteknum fyrstu 10 mínútunum og síðustu 10. Ég er ekki að líkja Denna við HM, heldur við hlutskipti sonar Peters Schmeichels fram að þessu.

Ómar Ragnarsson, 2.7.2018 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband