Báđir markverđirnir voru hetjur leiksins.

Ţađ er sagt ađ sigurvegararnir skrifi söguna, og ţađ virđist alveg gleymast í umfjölluninni um leik Króata og Dana ađ Kasper Schmeichel markvörđur Dana var ekki síđri hetja en Daníel Subasic. 

Ţrátt fyrir ađ vera markvörđur tapliđs er alveg hćgt ađ segja ađ frammistađa Schmeichels hafi vakiđ vonir um ađ kveđa niđur ţađ ţráláta tal og draug, ađ hann sé ađeins sonur frćgs föđur sins og ekkert meira en ţađ, eigi jafnvel vafasamt erindi í marvörslu. 

Schmeichel varđi nefnilega ţrjár vítaspyrnur í leiknum, og sú fyrsta, sem hann varđi, hélt Dönum inni í leiknum, annars hefđi ekki orđiđ nein vítaspyrnukeppni. 

Umtaliđ um Schmeichel minnir dálítiđ á umtaliđ um Steingrím Hermannsson alveg ţangađ til hann var kominn á sextugsaldur. 

Eftir ađ hann var kominn heim frá námi í Bandaríkjunum var hann yfirleitt aldrei nefndur nafni sínu var alltaf talađ um "son Hermanns Jónassonar og lengi eftir ţađ oft bara nefndur Denni. 

En áđur en yfir lauk skóp Steingrímur sér orđ sem ég tel ađ setji hann í fremstu röđ stjórnmálamanna síđustu aldar. 

Á ég ţá einkum viđ afstöđu hans til umhverfis- og náttúruverndarmála á síđasta hluta ferils síns.  


mbl.is Subasic hetja Króata í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Öllu má nú líkja viđ HM í Rússlandi.

 Sama hvađ ég reyni sé ég Steingrím Hermannsson Jónassonar ţar hvergi nćrri.

 Leikurinn vat hundleiđinlegur, fyrir utan fyrstu fjórar mínúturnar. Sáttur er ég međ úrslitin. Mađkétiđsmjölsterroristar Íslands um aldir eru dottnir út og er ţađ vel. Fariđ hefur fé betra.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 2.7.2018 kl. 05:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála um leikinn ađ undanteknum fyrstu 10 mínútunum og síđustu 10. Ég er ekki ađ líkja Denna viđ HM, heldur viđ hlutskipti sonar Peters Schmeichels fram ađ ţessu.

Ómar Ragnarsson, 2.7.2018 kl. 09:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband