Trump lítur út um gluggann og segir: "Allt of mikið af evrópskum bílum"?

Engu er líkara en að Bandaríkjaforseeti hafi litið út um gluggann hjá sér og sagt við sjálfan sig: Aha, það er alltof mikið af evrópskum bílum hérna. Gerum Bandaríkin stórfenleg á nýju og burt með þessa bíla, sem ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 

Og síðan tíst um að fækkað þeim með því að setja á þá sérstaka tolla. 

Einar Björn Bjarnason birtir á bloggsíðu sinni þann athyglisverða fróðleik að 1,8 milljónir bíla af evrópskum gerðum, svo sem Benz, BMW, Audi og Volkswagen, eru framleiddir í Bandaríkjunum sjálfum. 

Þessi þróun byrjaði um síðustu aldamót þegar ákveðið var að fyrsti jepplingur Benz, M-gerðin, yrði framleiddur í Bandaríkjunum. Síðan hafa svona verksmiðjur risið ein af annarri. 

Trump virðist ekki heldur hafa haft fyrir því að skoða fleira en bíla þegar hann kveður upp úr með það að viðskiptahallinn við ESB ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 

En athugar það ekki í leiðinni að á ýmsum sviðum þjónustu og viðskipta er viðekiptahallinn þveröfugur, Bandaríkjunum í hag. 


mbl.is Skoða alþjóðlegar viðræður um bílatolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ég er ekki viss um hve margir EU bílar eru framleiddir í USA en það er ógrynni sem fara beint frá framleiðslulöndunum. Ég sjálfur vill frekar ameríska bíla en staðall þeirra er hærri en hjá öðrum. 

Ég veit um eins þjóð sem flytur inn vatn og jafnvel fisk,kjöt og hver veit hvað. Fólkinu í þessu landi finnst þetta skrítið en elítan og stórgrósserar telja þetta bráðnauðsynlegt.

Valdimar Samúelsson, 5.7.2018 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband