Heimskortin sýna sitt.

Þegar menn athuga hvort loftslag á jörðinni fari hlýnandi, kólnandi, eða standi í stað, skoða þeir að sjálfsögðu allan hnöttinn og finna út meðaltöl samkvæmt því.Hitinn á jörðinni júní 18

Allt frá síðasta áratug aldarinnar sem leið hefur verið reynt að gera spálíkön í tölvum og hafa þær verið merkilega samkvæmar sjálfum sér allar götur síðan. 

Í þeim öllum hafa verið þrír blettir á jörðinni, sem hafa þótt líklegir til að verða með minni hækkun hita eða jafnvel einhverja lækkun, og er einn þessara bletta svæðið suðvetur af Íslandi. 

Þetta hefur gengið nokkuð eftir, og þótt það rigni meira í svala á suðvestanverðu Íslandi þessar vikur, munar meira um hitametin í tugum annarra landa. 

Einhvern veginn er eins og að margir átti sig ekki á þessu eða vilji ekki gera það. 

Eða taki undir með Trump, sem sagði í vetur að vísindamenn heimsins fölsuðu gögn og niðurstöður skipulega og að það þyrfti að ráða í staðinn menn, sem kæmust að réttum niðurstöðum.  

 


mbl.is Hitamet fallið víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband