Ís og sólareldur.

Þótt nær enginn hafís sé á milli Íslands og Grænlands og einni á hafsvæðinu norðan við Svalbarða hafa þrálátar suðvestanáttir hrakið smávegis íshrafl og einstaka jaka að norðurströndinni. Sólarlag 5.júlí  1918

Á sama tíma skein miðnætursól í eitt af á að giska þremur skiptum í vor við Faxaflóann í kvöld eins og meðfylgjandi mynd sýnir. 

Akrafjall og Skarðheiði eins og fjólubláir draumar og sindrandi vesturgluggar sem brynni í húsunum. 


mbl.is Myndarlegur jaki nærri Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvers vegna fara ísjakar gegn veðri? Jú, sökum sjávarstrauma. Einn og einn klaki í Húnaflóa hafa í gegnum aldir ekki þótt merkilegt fyrirbæri. 

 Sólarlagið var vissulega guðdómlegt í kvöld og sennilega aðeins tímaspursmál hvenær það verður skattlagt, eins og allt annað sem snýr að lofthjúpi jarðar vorrar, þó við mannverurnar höfum ekki verið fundnar sekar og dæmdar, með neinum haldbærum rökum. 

 Það hlýnar jú, en er vitað með vissu hvað veldur?

 Spyr sá sem ekkert veit.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.7.2018 kl. 04:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

90 prósent borgarísjakanna eru neðan við sjávarmál, og hafstraumurinn suður með Grænlandsströnd ber þá, ef það er rólegur vindur, meðfram ströndinni þegar það brotnar framan af skriðjöklunum. 

Ef hins vegar er langvarandi hvssviðri beint á móti þessari rekstefnu og nær að hamla gegn rekinu, veldur snúningur jarðar því að jakarnir beygja til austurs í átt til Íslands, þar sem þeir bráðna síðan í sjó, sem er hlýrri en frostmark. 

Ómar Ragnarsson, 6.7.2018 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband