Kornungar hetjur með stór hjörtu.

Í heiminum eru margar persónur, sem taldar eru hetjur vegna verka sinna og frægðar. 

En hversdagshetjurnar eru margfalt fleiri, fólk, sem ekki kemst í hóp þeirra frægu. 

En stundum gerast óvæntir atburðir sem verða til þess að skapa alveg nýjar hetjur, sem enginn hefði haft hugmynd um að væru til nema vegna þess hvernig þær hafa stigið fram í sviðljósið við það að sýna af sér mikinn hetjuskap við það að lenda í aðstæðum, sem reyna svo mjög á mannkosti, hugarþrek, æðruleysi og kjark, að vekur athygli víða um lönd. 

Drengirnir, sem eru lokaðir inni í helli í Tailandi eru dæmi um slíkar hetjur, sem sýna aðdáunarverða hugarró og sálarþrek mitt í ólýsanlegum hremmingum. 


mbl.is „Ég elska ykkur öll“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt Ómar Ragnarsson. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.7.2018 kl. 19:03

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ekki annað hægt en að taka undir hvert orð hjá þer, Ómar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.7.2018 kl. 22:27

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti ekki frekar segja að þeir HJÁLPARSVEITARMENN sem að hafa verið að fórna lífi sínu til að bjarga þessum boltakrökkum; séu hetjurnar

frekar heldur en vanbúnir boltadrengir sem að æða út í óvissuna vanbúnir?

Jón Þórhallsson, 8.7.2018 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband