Orðið "atburðarás" í dag, - eitthvað annað á morgun? Hægt andlát?

Stundum gerast fyrirbæri svo hægt að menn taka ekki eftir því. En þróunin er samt markviss í sjálfu sér. 

Eitt af þessum fyrirbærum lýsir sér í því, að hægt en örugglega er verið að skipta út ágætum íslenskum orðum og íslenskri hugsun og taka upp ensk orð eða enska hugsun í staðinn. 

Dæmi:  Eitt fjölmargra enskra orða, sem hefur verið margnotað í annars ágætri umfjöllun sparkspekinga um HM að undan er orðið %aggressívur." 

Orðin ágengur eða árásargjarn heyrast ekki lengur og óhætt að birta dánarauglýsingu þar um. 

Senn fer að verða óhætt að birta dánarauglýsingu fyrir íslenska orðið "atburðarás," sem hefur dugað þjóðinni vel og lengi. 

Þetta orð virðist ekki þykja nógu fínt í hinu alltumlykjandi enskusnobbi sem stjórnar orðfæri okkar og hugsun. 

Í staðinn er komin hrá þýðing á enska orðinu "timeline". 

Hægfara hnignun og dauði ýmissa íslenskra orða og hugtaka birtist svo víða, að fólk tekur varla eftir því. 

Aðeins eru nokkrar vikur síðan hér á síðunni var birt sameiginleg dánarauglýsing fyrir átta íslensk orð, sem hafa verið notuð vel og lengi yfir fyrirbæri í menntakerfinu, en þykja nú greinilega svo ófín, að þau sjást aldrei notuð lengur. 

Þetta eru orðin bekkjarfélagi, bekkjarsystir, bekkjarbróðir, bekkjarsystkin, skólafélagi, skólabróðir, skólasystir og skólasystkin. 

Í stað allra þessara fallegu orða, sem hafaa gert fólki kleyft að tilgreina vel og afmarka það, sem nefna þarf,  er komið orðið "samnemandi". 

Þetta hægfara andlát hefur gerst svo hljótt og öugglega, að þegar minnst er á það við fólk, verður það undrandi. 

Hafði ekki tekið eftir þessu, jafnvel fólk, sem er í forsvari fyrir háskóla. 


mbl.is Nú eru eftir níu – tímalína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband