Af hverju ekki við eins og Danir, Svíar, Norðmenn og Ungverjar?

Þrjár ofangreindra þjóða eru aðildarlönd að ESB og fengu þó í gegn ákveðnar undanþágur og sérreglur varðandi kaup útlendinga á löndum og sumarhúsum. 

Þar að auki hafa Norðmenn í gangi hjá sér kerfi, sem tryggir fasta búsetu og varðveislu norsks menningarlandslags og kemur í veg fyrir að "fjárfestar" kaupi upp heilu dalina og firðina. 

Í upphafi við gerð samnings Íslands við ESB um aðild að EES höfðu margir áhyggjur af því að við stæðum berskjaldaðri heldur margar af hinum smærri þjóðum Evrópu gagnvart því að missa heilu héruðin úr höndum dreifðrar eignaraðilar. 

Þessar áhyggjur reyndust ástæðulitlar til að byrja með, sem betur fór. 

En nú hafa aðstæður gerbreyst. 

Auðræði sækir almennt á í heiminum á kostnað lýðræðis. Þeir ríkustu verða æ ríkari á kostnað annarra. 

Erlend stórfyrirtæki á borð við álver fá meira að segja á silfurfati stefnumarkandi ummæli fjármálaráðherrans við opnun Búrfellsvirkjuar II nýlega um að nú sé nauðsynlegt að hygla áliðnaði sem allra mest, já veita honum alla hugsanlega fyrirgreiðslu. 

Já, 2007 á ekki aðeins að ganga í endurnýjun lífdaga, heldur á að keyra stóriðjustefnuna í hæstu hæðir. 


mbl.is Vill takmarkanir á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvaða "undanþágur"?  Frá hverju þá og frá hverjum?  Erum við íslendingar ekki enn húsbændur á okkar heimili?

Kolbrún Hilmars, 14.7.2018 kl. 18:29

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Onei!

Eyjólfur Jónsson, 14.7.2018 kl. 20:08

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

https://tranio.com/articles/european_limitations_on_foreign_property_purchases/">https://tranio.com/articles/european_limitations_on_foreign_property_purchases/

Omar flest lönd hafa sín lög og hafa alltaf haft. Sjá slóðina ofar. 

Valdimar Samúelsson, 14.7.2018 kl. 20:22

4 identicon

Að kaupa sumarbústað eða bújörð í Svíþjóð hefur aldrei verið vandamál.
En það gilda að sjálfsögðu ákveðnar reglur um bújarðir sem fara verður eftir. 
Fara inn á Blocket.se og kaupa það sem þú villt.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 14.7.2018 kl. 20:45

5 identicon

°hollendíngar eru að byrja að kaupa upp sænskar jarðir hvergi hægt að hindra kaup manna í raun en það þarf að koma skattékjum til sveitarfélagsins mætti vera formi lögheimiliskýldu

kristinn geir briem (IP-tala skráð) 14.7.2018 kl. 21:30

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fyrir 15 árum seldi ég þýskri konu húseign.  Sú þurfti að fá sérstakt leyfi frá hinu opinbera til þess að kaupin fengjust samþykkt.  Þetta var samt nokkrum árum eftir að Ísland gerðist aðili að EES - hvað hefur breyst?

Kolbrún Hilmars, 14.7.2018 kl. 22:40

7 identicon

Auðvitað á að takmarka landsölu til útlendingar. Forsætisráðherra talar um okkar land, Ísland. Ísland ætti ekki að verða land hinna og þessa útlendinga. Ekki einu sinni þessa útlendinga sem segjast vera kaupa upp íslenskt land í landverndarskyni. Nýlegt dæmi þess er hinn breski Ratcliff, sem skömmu eftir slíka landverndaryfirlýsingu kom með nýja, þess efnis að hann samþykki að virkjað verði á sínu "landverndaða" landi. Einn útlendingur hefur keypt land við friðland Hornstranda til að virkja þar. - Það er barnalegt að trúa því að útlendingar setji pening í íslensk land til einhvers annars en að græða á því. Íslendingar hafa fært útlendingum nægar gjafir. Eitt er að vera gestrisinn, annað að vera auðsveipur kjáni.

Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.7.2018 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband