Dettifoss nr 3 og Gullfoss nr 8. Eldvirki hluti Íslands dýrmætari en Yellowstone.

Í nýlegum lista yfir stórkostlegustu fossa heims er Dettifoss nr.3 og Gullfoss nr. nr. 8. 

Á vandaðri bók sambands félaga 100 wondersbíleigenda í Bandaríkjunum yfir 100 stórkostleg undur jarðar, bæði náttúruundur og mannvirki er hinn elvirki hluti Íslands meðal 40 náttúruundra. 

Aðeins 7 náttúruundur eru í Evrópu og aðeins tvö á Norðurlöndum. 

Yellowstone, sem bandarískur sérfræðingur um gufuaflsvirkjanir taldi að Bandaríkjamenn myndu aldrei snerta til jarðvarmanýtingar af því að þessi elsti þjóðgarður heims væri "heilög vé," kemst ekki á blað í þessari bók.100 wonders, Europe 

Það sýnir ólík viðhorf Íslendinga og Bandaríkjamanna að Yellowstone ásamt 100 þúsund ferkílómetra svæði í kringum þjóðgarðinn skuli vera alfriðuð varðandi jarðvarmavirkjanir og hvers kyns borandir á sama tíma og að hið gagnstæða skuli vera uppi á borðinu hér á landi og stefnt að því að fara hamförum um Reykjanesskagann í rányrkju á gufuafli. 100 wonders Volcanic Iceland

Upphafið á kaflanum um hinn eldvirka hluta Íslands er: "Iceland is a land like no other." 

Ekkert annað hinna 100 undra fær viðlíka umsögn. 


mbl.is Hringvegurinn í sjötta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Á vandaðri bók alþjóðasamtaka félaga bíleigenda yfir 100 stórkostlegustu undur jarðar.." 

1. Bókin er ekki frá alþjóðasamtökum félaga bíleigenda. Hún er gefin út af American Automobile Association og efnið valið af Richard Cavendish, Rosemary Burton og starfsmönnum American Automobile Association. Í henni má finna "stórkostleg" undur eins og Las Vegas Strip, Linclon minnismerkið, Hoover stífluna, Empire State bygginguna og CN turninn í Toront.

2. "100 stórkostlegustu undur jarðar" er röng þýðing á "100 Great Wonders of the World". Og á það hefur áður verið bent.

3. "Í nýlegum alþjóðlegum lista yfir stórkostlegustu fossa heims er Dettifoss nr.3 og Gullfoss nr. nr. 8. " Hér vantar að segja hvaða listi þetta er og hvað gerir hann alþjóðlegan. Til dæmis væri listi ferðavefs, t.d. touropia.com, varla marktækur. Og persónulegur listi Johnny Cheng hjá world-of-waterfalls.com teldist tæplega marktækur og langt frá því að vera alþjóðlegur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 20.7.2018 kl. 12:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bloggpistill minn er skrifaður til að sýna, að það er alveg nýlega að ummheimurinn er að uppgötva náttúruundur Íslands. Ég geta alveg fallist á að setja spurningamerki við uppröðun á náttúruperlum, en hitt vekur athygli hvað íslensk fyrirbæri eru smám saman að gera sig gildandi. 

Ég þakka Hábeini ábendingar, sem ég mun taka til greina, en fæ ekki séð að það geri samantektir og yfirlit yfir mannvirki og náttúruundur einskis virði.  

Ómar Ragnarsson, 20.7.2018 kl. 14:26

3 Smámynd: Már Elíson

Ómar, taktu þessi orð "hábein" ekki alvarlega. Hann er kjáni eins og flestir vita, og þýðing þín er algerlega rétt og tæmandi yfir setninguna "100 great wonders of the world" - Annað er bara kjánalegt blaður í áður nefndum "hábeini" sem skirrist enn við að koma undir eigin nafni. Huglaus fábjáni. - Nóg um það.

Már Elíson, 20.7.2018 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband