Til hamingju, Sæmi! Furðu seinlegt ferli.

Sæmi Rokk er nú skrifað með stórum staf sem viðurkenning á þessu nafni, sem allir hafa kallað hann í 60 ár án þess að það væri viðurkennt í þjóðskrá sem nafn hans. 

Sæmi er einn af þeim, sem hefur þurft að berjast fyrir sínu alla sína ævi og hafist til virðingar og trausts af sjálfum sér. 

Ég minnist hans og Magnúsar tvíburabróður hans frá þeim tíma sem við lékum okkur sem smástrákar við Samtún í Reykjavík og kynnin við Sæma endurnýjuðust þegar leiðir okkar lágu oft saman á vettvangi skemmtanalífsins. 

Ástæða er að óska Sæma til hamingju með það að fá að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að heita því nafni, sem hann kýs sjálfur og almenningur hefur reyndar nefnt hann.  

Þegar börn eru skírð eða gefið nafn tekur það stutta stund. Því vekur furðu hve svifaseint kerfið er oft að afgreiða svipað mál varðandi það þegar fulltíða og sjálfráða fólk velur sér nafn. 


mbl.is Sæmi Rokk heitir hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hann á væntanlega eitthvað af börnum.

þurfa þau þá að breyta sínu eftirnafni í framhaldinu eða hvað?

Ef hann á son

endar þá eftirnafn hans á  Sæmason í stað Sæmudarson?

Jón Þórhallsson, 26.7.2018 kl. 10:08

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eða Sæmadóttir í stað Sæmundardóttir?

Jón Þórhallsson, 26.7.2018 kl. 12:33

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Skildi ég geta fengið að heita Jón Jazz

 ef að ég hefði mikinn áhuga á Jazz-i?

Jón Þórhallsson, 26.7.2018 kl. 13:10

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eða Rokksson?  Ekkert athugavert við það. Bekkjarfélagi minn í MR var Karl Rocksen. 

Ómar Ragnarsson, 27.7.2018 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband