Sviptingar í stíl janúars, en bara með 20 stigum hærri hita.

Sviptingarnar þessi dægrin í veðrinu eru slíkar, að við öllu má búast um verslunarmannahelgina. 

Ég er á ferð á Brúaröræfum og í morgun var eins gott að drífa sig á lappir klukkan hálf fimm til að nýta sólarglennu, sem kom þá en stóð aðeins í tvo tíma. 

Fimm mínútum eftir að ég tók síðasta myndskeiðið, var kominn norðaustan strekkingur og suddi og síðar þoka, en með 13 stiga hita i stað 3ja eins og er hér á öræfunum þegar sú vindátt nær sér á strik að sumarlagi. 

Það var paufast hægt áfram í niða þoku þar til komið var yfir svonefnda Prestahæð og þá var skyndilega ekið inn í bjartviðri og þurrt og hlýtt veður með þessu líka fina útsýni yfir til  Snæfells, Brúarjökuls og Kverkfjalla! 

Þetta er engu lagi líkt, svona sumarsviptingar með hitametum og hverju einu! 


mbl.is Lægðin sem feykti hlýjunni á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkv. danska jöklarannsóknamanninum, Jörgen Peder Steffensen, þá hefur hitastigið á norðurhveli jarðar síðustu 11. þús. ár verið miklu stöðugra heldur en 800 þús. árin þar á undan.

Hvers vegna?                 Inside the Experiment: Abrupt Change and Ice Cores               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.7.2018 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband