Halló! Lokað í átta mánuði alls um hábjargræðistímann!

Nýir og nýir fletir birtast nú daglega, hvernig okkur er refsað fyrir vanrækt vegakerfi á síðustu áratugum.  Tvö slys á leið útúr Reykjavík leiddu í ljós að þegar vegunum var lokað voru hjáleiðir langar og erfiðar.

Þessi atvik sýndu að lítið má útaf bregða til að stórvandræði skapist.  Af því að alveg hefur verið vanrækt að útbúa vegakefið þannig að hjáleiðir séu brúklegar.

Alvarlegri atvik en tilnefnd gætu jafnvel leitt til algers öngþveitis.

Menn kunna kannski að detta niður á plan A en það vantar plön B og C.  Auglýstar lokarnir á Þingvallavegi vegna endurbóta taka minnst tvo mánuði núna og síðan minnst sex mánuði næsta sumar, hvort tveggja um hábjargræðistíma helsta atvinnuvegar þjóðarinnar.

Af hverju þetta orðalag ,,minnst átta mánuði"?  Jú, vegna slæmra dæma undanfarin ár um að framkvæmdir af þessu tagi taki miklu lengri tíma en áætlað var og verði miklu dýrari.  

Minna má á ótrúlega langan tíma sem það tók að endurbæta þjóðveg 1 nálægt Munaðarnesi.  Einnig á framkvæmdir við Þingeyrarflugvöll og Norðfjarðarflugvöll.  Í fyrra tilfellinu var klúðrað að setja bundið slitlag á völlinn, verkið úrskurðað ónýtt og byrjað upp á nýtt.  100 milljónir minnst út um gluggann.

Í hvorugt skiptið fréttist af því hvort einhver hefði borið ábyrgð á þessu.

Endurbæturnar á Þivngvallavegi verða seinlegar og kostnaðarsamar því að stundum eru vandmeðfarnar endurbætur dýrari og seinlegri en nýbygging.

Nú er kominn nýr vegamálastjóri, kona, og framundan er prófraun í vegamálum sem kallar á nýja hugsun varðandi það að skoða tímanalega og heildstætt aðgerðir og endurbætur á þessu sviði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞESSI VIÐGERРÁ ÞINGVALLARVEGI HEFUR DREIGIST Í MÖRG ÁR VEGNA ÞVERGIRÐINGS ÞÍNGVALLANEMDAR. EN ÞÓ ÞESSI LEIÐ SÉ FARINN HEFÐI VERIÐ HÆGT AÐ VINNA ÞETTA BETUR LAGAÐ BRAUTINA VIÐ VATNIÐ ÁÐUR EN AÐALGATAN VERÐUR TEKINN SÍÐAN ER ÞAÐ SPURNINGIN UM EINSTEFNU Á HVORUM VEIGI TIL AÐ MINKA ÁLAG. EN ÚR ÞVÍ SEM KOMIÐ ER ERU GÓÐ RÁÐ DÝR ÞÖKK SÉ ÞÍNGVALLANEMD

kristinn geir briem (IP-tala skráð) 31.7.2018 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband