Hjólaslysin eru öðruvísi en bílslys.

Með fjölgun hjóla fjölgar hjólaslysum. Alveg eins og að með fjölgun bíla hér á landi á sínum tíma komu bílslys til sögunnar og þeim fjölgaði í takt við bílafjölgunina. 

Helmingur alvarlegra slya og banaslysa, sem verða á vélhjólum, er vegna ölvunar ökumanns, og það er þrefalt hærra hlutfall en á bílum. 

Ástæðan er aðallega sú að ökumaður vélhjóls er berskjaldaðri á vélhjóli heldur en ef hann væri á bíl. Líkamstjón geta orðið meiri en ef verið er á bíl. 

Bílar eru hins vegar miklu dýrari farartæki en reiðhjól eða léttustu vélhjólin og eignatjónið er því að jafnaði meira í bifreiðaóhappi en reiðhjólaóhappi. 

Ef menn álykta sem svo að fjölgun ölvunarslysa á reiðhjólum mæli gegn notkun reiðhjóla, gleymist, hvernig slysið hefði orðið ef hinn ölvaði hefði verið á bíl. 

Hann hefði líkast til verið á miklu meiri hraða og valdið miklu meiri hættu og ógn fyrir aðra vegfarandur á bíl en hjóli. 

 


mbl.is Ölvaður hjólreiðamaður stakkst á höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar minn. Þetta með slysatíðni hjóla og bílaumferðar á Íslandi ofvirkninnar, sjálfslyfjalækninganna, og hraðans, er kannski ástæðutengt því að sumt fólk virðir ekki umferðarreglur né aðra vegfarendur? Virðing í umferðinni á Íslandi er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Og stefnuljós er lítið notuð uppfinning hjá okkur stjórnleysingjunum á þessu Eylandi. (Þetta reddast - hugarfarið).

Eins og þú bendir á, þá verða alltaf einhverjir sem keyra og hjóla undir áhrifum einhverra efna, eða áhrifaskorti á réttum efnum og skammtastærðum. Sama hvort um hjólandi eða keyrandi er að ræða. Mannanna verk verða víst aldrei fullkomin.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2018 kl. 15:22

2 identicon

Það vantar töluvert upp á að reiðhjólafólk kynni sér umferðareglurnar og fari eftir þeim. Og það vantar líka töluvert upp á að lögreglan fylgist með þessum umferðalagabrotum og sekti. Bara eitt dæmi:Ég sé ákaflega sjaldan reiðhjólafólk stíga af hjólinu og leiða það yfir á gangbraut þó það sé skýrt kveðið á það í lögunum að slíkt eigi að gera. Það er oftast yngsta reiðhjólafólkið sem fer eftir þessum lögum þó að fullorðna fólkið ætti að ganga á undan og sýna fordæmi.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.8.2018 kl. 18:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta með að stíga af baki og leiða hjólið á gangbraut er rangt hjá þér Jósef minn Smári. 

Þessu var breytt 2015 en það má hjóla á gönguhraða. 

Ómar Ragnarsson, 2.8.2018 kl. 19:23

4 identicon

Það vantar líka töluvert uppá að ökumenn kynni sér umferðareglurnar og fari eftir þeim, þeir aka of hratt, gefa ekki stefnuljós, aka fullir eða á einhverju sterku, stöðva ekki við gangbrautir þótt svo að bíll andsælis sé stopp og að hleypa yfir, keyra yfir á rauðu ljósi og aldrei sést löggan.

Það vantar er að fólk almennt fari eftir umferðareglum hvort sem það sé keyrandi, hjólandi eða gangandi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.8.2018 kl. 19:43

5 identicon

Nú er það þannig. Ómar. Þá verð ég bara að bíta í tunguna á mér. Biðst velvirðingar á upphlaupinu. Að vísu er gönguhraði ýmissa reiðhjólamanna hærri en gengur og gerist. Allavega hærri en gamalmenna eins og mér. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.8.2018 kl. 20:05

6 identicon

Ómar! Þú værir kannski til með að vísa á heimildir fyrir fullyrðingu þinni um að umferðarlögum hafi verið breytt 2015 til að heimila að hjóla á gangbraut?

Í umferðarlögum nr. 50/1987, sem enn eru í gildi, stendur í 2. grein: Gangbraut. Sérstaklega merktur hluti vegar, sem ætlaður er gangandi vegfarendum til að komast yfir akbraut. Og í 3. grein sömu laga: Ákvæði um gangandi vegfarendur gilda einnig um þann sem er á skíðum, hjólaskíðum, skautum eða svipuðum tækjum; enn fremur um þann sem rennir sér á sleða eða dregur með sér eða leiðir tæki eða hjól.[leturbr. mín] Þau gilda og um [fatlaðan einstakling] 2) sem sjálfur ekur hjólastól.

Hvar er minnst á þarna að menn megi hjóla, en hjóla hægt?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.8.2018 kl. 21:54

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég fór í smá könnun á þessu máli í dag með því að ræða við tvo umferðarsérfræðinga og niðurstaðan er þessi:

Frá árinu 2007 eða í ellefu ár hafa ný umferðarlög verið að velkjast á Alþingi. 

Fluttar hafa verið fréttir af þessari vinnu og meðal annars greint frá tillögum um hjólreiðafólk, sem stæði til að lögleiða, svo sem að hjólandi maður fengi sama rétt og gangandi maður á gangbraut, sem lægi yfir akbraut. ef hann væri á sama hraða og gangandi maður. 

Í einhverjum miðlinum um daginn sá ég að þetta væri búið að samþykkja, en það er enn ekki búið að lögfesta þetta endanlega. 

Biðst ég afsökunar á þessum misskilningi mínum. En í samtölum mínum í dag kom fram að erlendis væru hjólreiðamenn ekki skyldaðir til að leiða hjól sín eftir gangbrautum yfir akbrautir, enda væri það einungis til truflunar fyrir flæði umferðarinnar. 

Umferðarlega séð er ekki hægt að sjá mun á manni, sem situr í hjólastól eða situr á hjóli, en í gömlu lögunum er leyfilegt að aka hjólastól með sama rétti og um gangandi mann væri að ræða. 

Ómar Ragnarsson, 3.8.2018 kl. 20:36

8 identicon

Kunningi minn fór fram fyrir sig í glasi og klauf hjálminn á kantinum.

GB (IP-tala skráð) 4.8.2018 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband