Flókið viðfangsefni að fást við þessi aurflóð.

Skaftárhlaup er afar flókið fyrirbæri þegar kemur niður á láglendið. 

Hluti vatnsins fer niður í þröngan farveg hjá Ásum, en afar mikið fer niður sléttlendið norðvestan við ána og hefur sem slíkt engin áhrif á vatnið, sem fer undir brúna hjá Ásum. 

Í umfjöllun fjölmiðla í gær kom fram, að frétta- og blaðamenn gerðu sér ekki grein fyrir þessu. 

Þó kom fram í einni umfjöllun að vatnið dreifði sér æ meira eftir því sem hinn mikli aurframburður hlæðist upp. 

Sú dreifing er langmest á svæðinu fyrir norðan, norðaustan og austan Eldvatnsins og eftir því sem Eldhraunið kaffærist í sandi, berst hann lengra inn í hraunið. 

Hægt er að hafa áhrif á dreifinguna á ýmsan hátt, með fyrirstöðum og varnargörðum annars vegar og hins vegar með því að rjúfa vegi og garða þar sem heppilegra er að hlaupvatnið fari fram. 

Um það eru stundum skiptar skoðanir, sem eðlilegt er. 

Á fróðlegri ráðstefnu um þessi mál fyrir um áratug kom fram að það væri ekki spurning um hvort, heldur hvenær, aurinn yrði búinn að taka fyrir vatnsrensli í hina vinsælu silungslæki, sem renna niður um austanvert Landbrot.  


mbl.is Afleggjari rofinn vegna hlaupsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband