Eru tíu milljónir um Leifsstöð á ári ekki nóg?

"Ég vil meira - hef aldrei nóg!" var sungið 1964 um óþol, spenning og græðgi, og virðist hafa verið í fullu gildi þá, 2007 og 2017. 

Orðin "válegar fréttir" er að fá nýja merkingu ef það er stafað "Wow"legar fréttir og nú er engu líkara en að allt sé að fara fjandans til þótt ferðamanna- og flugvélastraumurinn hérna verði þrátt fyrir samdrátt frá metárinu 2017 jafnvel meiri en metárin þar á undan. 

Það er augljóslega sameiginlegt með árunum 2007 og 2017 að toppurinn á fádæma uppsveiflu var í báðum tilfellum allt of mikil og hröð til þess að við réðum við hana eða að það væri hollt fyrir innviði og undirstöður, sem þurfa að vera í lagi. 

Til þess að tryggja farsæla þróun þarf hún að vera nægilega hæg til að gefa ráðrúm til þess að undirbyggja hana af öryggi og komast hjá kollsteypum af ýmsu tagi. 

Fyrir aðeins fimmtán árum voru erlendir ferðamenn á Íslandi átta sinnum færri en nú, og eru 10 milljónir um Leifsstöð á ári ekki nóg?

Um Gardermoen í Noregi, hjá 15 sinnum stærri þjóð, fara 15 milljónir á ári, og um Arlanda í Svíþjóð hjá 30 sinnum stærri þjóð fara 26 milljónir. 


mbl.is Samkeppnin er að harðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Væru 10 milljónir nóg ef lífeyrir aldraðra hækkaði ekki fyrr en 15 milljónum væri náð?

Það er algengt meðal heilalausra að telja aðra hafa nóg og að nóg sé komið þegar hinir heilalausu telja sig hafa engra hagsmuna að gæta og græði ekkert sjálfir.

Vagn (IP-tala skráð) 17.8.2018 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband