Bílstjóri flutningabíls með tengivagn í símanum í hringtorgum.

Það hlýtur að verða að gera kröfur til bílstjóra á stórum bílum og rútum, sem gera kröfur um góðan akstur og eru með mörg mannslíf í höndunum varðandi það að sinna akstrinum af vandvirkni.

Fyrir nokkrum árum átti ég leið frá Reykjavík upp á Akranes. Á leið gegnum hringtorgin við Baugshlóð og Langatanga fannst mér aksturlag bílstjóra á stórum flutningabíl með tengivagni sérkennilegt og skapa hættu fyrir aðra vegfarendur, einkum við fyrra hringtorgið þar sem ökumenn máttu hafa sig alla við til að sleppa við árekstur af því að ferlíkinu var ekið afar ónákvæmt einmitt þar sem það tekur hvað mest rými í beygjunum.  

Ég og ákvað því að gera tilraun til að sjá, hvort eitthvað væri að hjá honum og sá í baksýnisspeglinum eftir hringtorgið við Langatanga, að eitthvað svipað hafði gerst hjá honum þar. 

Hann ók eins og bavíani. 

Á leiðini framundan var hægt að komast dálítið fram fyrir hann, nógu langt til þess að með því að snúa við á hringtorginu við Þingvallavegamót gat ég ekið til baka á móti honum. 

Og þá blasti það við, að maðurinn var niður sokkinn í að tala snjallsímann sinn. 

Þótti mér magnað að fyrst hann var á leið út á beina vegakafla skyldi hann ekki klára hringtorgin fyrst áður en símahasarinn byrjaði. 

Af augljósum ástæðum er ekki auðvelt að sjá í návígi úr venjulegum einkabílum hvort bílstjórar hárra og stórra vagna eru uppteknir við snjallsímann.

Það sést frekar þegar ekið er beint á móti þeim. 

Kannski skapar þessi staða þessara bílstjóra fleiri tækifæri en hjá öðrum bílstjórum til að falla fyrir freistingum til að stelast í sima. 

En afleiðingarnar geta líka orðið mjög mun alvarlegri ef illa fer. 


mbl.is Strætisvagnstjóri í síma undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband