Hefði verið alvarlegri samdráttur á árum áður.

Á þeim tímum, þegar sjávarafurðir voru yfir 90 prósent af útflutningsverðmætumm landsins hefði samdráttur um 15 prósent þótt slæm tíðindi og þörf á að "skjóta fleiri stoðum undir" þjóðarbúskapinn. 

Nú er svona samdráttur staðreynd en vekur nánast enga athygli. 

Frá 1970 var farið inn á braut stóriðju til að gera þetta, en enda þótt fyrstu sporin þættu svo stór, að hægt væri að tala um "stóriðju" var verksmiðjan í Straumsvík aðeins með 33ja þúsund tonna ársframleiðslu eða tíu sinnum minni en álverið á Reyðarfirði framleiðir nú. 

Með alþjóðlegu tilboði 1995 um að selja til stóriðju raforku á "lægsta verði í heimi" og með "sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum" var mörkuð stefna, sem hefur síðan verið ítrekuð í ýmsum yfirlýsingum sem miða að því að framleiða tíu sinnum meiri raforku í landinu árið 2025 en þarf til íslenskra heimila og fyrirtækja. 

Þessi stefna byggðist á fullyrðingunni um það að ekkert annað en stóriðja gæti "bjargað Íslandi." 

"Eitthvað annað" var algerlega fordæmt og hlegið út af borðinu með því að líkja slíku við "fjallagrasatínslu" hjá "lopaliðinu." 

Þrátt fyrir þetta líkt og hófst líkt og af sjálfu sér mesta og lengsta uppgangstímabil í sögu landsins 2011 með margföldun ferðaþjónustunnar. 

Með tilkomu hennar sem bitastæðasta atvinnuvegar þjóðarinnar mildast höggið af 15% minni útflutningsverðmætum sjávarafurða. 

 


mbl.is Verðmæti dróst saman um 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað annað kom ekki til greina vegna krónunnar.

Allar slíkar tilraunir enduðu illa þó að vel hafi gengið í fyrstu. Hækkun á gengi krónunnar endaði ávallt með því að blómleg útflutningsframleiðsla fór á hausinn þegar gengi krónunnar hækkaði. 

Með evru sem gjaldmiðil kemst á meiri stöðugleiki og heilbrigð samkeppni fyrir ekki bara eitthvað annað heldur allt mögulegt annað. Íslendingar eru hinsvegar sjálfum sér verstir og því verður engin breyting á þessu um fyrirsjáanlega framtíð.

Jafnvel gífurleg vaxtalækkun með evru freistar ekki. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.8.2018 kl. 20:59

2 Smámynd: Egill Vondi

Með Evru sem gjaldmiðil hefðum við ekki komið okkur upp úr hruninu eins vel og við gerðum, ef við hefðum komist upp á lappirnar á annað borð, enda er það fall krónunar sem gerði Ísland eftirsóknarvert. Þessi árátta með að hella Evruni yfir Íslendinga er einmitt dæmi um að við séum sjálfum okkur verstir. Það virðist sama hversu mörg dæmi koma í ljós frá löndum Evrópu um að Evran sé stórslys: Evrusinnar vilja ekki sjá né heyra annað en það sem blessuð Trúin segir til um.

Egill Vondi, 21.8.2018 kl. 23:12

3 identicon

Með evru hefði ekki orðið neitt hrun á Íslandi 2008, aðeins kreppa.

Hagstætt gengi krónunnar fyrir hrun olli miklum erlendum fjárfestingum bankanna með mikilli skuldsetningu. Skuldirnar hækkuðu svo upp úr öllu valdi með gengisfalli krónunnar fyrir hrun með þeim afleiðingum að hrun varð óhjákvæmilegt.

Með evru hefði heldur ekki orðið nein skuldakreppa hjá almenningi eftir hrun. Með evru hefðu skuldir ekkert hækkað og vextir verið miklu lægri.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.8.2018 kl. 07:36

4 Smámynd: Egill Vondi

Það eru ýkjur að segja að Evran hefði komið í veg fyrir hrun. Það sem olli hruni var ekki bara að bankarnir voru með 2/3 skuldbindinga sinna í erlendri mynt, heldur að bankarnir voru orðnir tíu sinnum stærri en efnahagur Íslands, og voru með mjög lítinn varagjaldeyrisforða. Með þessu hefði ekki veirð hægt að greiða skuldirnar, hvort sem Íslendingar væru með Evru eða ekki. Það má benda á að sum lönd sem voru á Evrusvæðinu - svo sem Írland, Lettland, Lítháen og Rúmenia - urðu ekki síður illa úti en Ísland.

Aukinheldur - og persónulega finnst mér það skipta meira máli - náðu þau sér ekki jafn hratt og vel á strik aftur. Það stoðar lítið þegar til lengri tíma er litið að minnka höggið ef batinn þverr meir. Það er vegna þess að þó að Evrusvæðið hafi ekki orðið eins illa úti í heildina má ekki gleyma því að Evran er stillt inn á efnahag stóru landana en ekki þeirra litlu (eins og Grikkir sem og aðrar þjóðir finna mikið fyrir um þessar mundir). Það hefðum við þurft að þola líka. Réttara væri að skikka Íslenska bankakerfið til að sýna betri aðhald og ábyrgð.

Egill Vondi, 23.8.2018 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband