"Innsæi" ofurmennisins á oddinn, ekki þekkingin.

Grátt var gamanið hjá sjónvarpsmanninum John Oliver í þætti sínum, "Last week tonight", þegar hann dró forseta Bandaríkjanna sundur og saman í háði. 

Skoðun á samtali Trumps við Angelu Merkel leiddi í ljós, að Trump vissi ekki að ESB gerir viðskiptasamninga þá sem Þjóðverjar eiga aðild að, en ekki Þjóðverjar sjálfir. 

Hún leiðrétti forsetann og hefði þá mátt halda að forsetinn skildi það, að um þetta giltu svipaðar reglur og um að að til dæmis gerir Bandaríkjastjórn viðskiptasamninga við erlend ríki, en ekki New York ríki sjálft þótt um sé að ræða vörur þaðan. 

En þessi einfalda staðreynd um viðskiptasamninga var of stór biti fyrir Trump að meðtaka, þannig að hann hélt áfram að endurtaka vitleysu sína í sífellu, og heyra Merkel reyna að leiðrétta hana í hvert skipti, ekki tvisvar eða þrisvar í viðbót, heldur alls ellefu sinnum! 

Skemmtilegt var líka að sjá hvernig forsetinn hafði ráðið núverandi helsta stjórnanda efnahagsmála. Enginn bitastæður kunnáttumaður fannst, en að sögn forsetans sjálfs fór hann bara inn á Amazon við valið. 

Valið hentaði Trump vel, því hinn útvaldi segir helstu kosti og yfirburði forsetans fólgna í því að hann þurfi ekki á neinni hagfræðiþekkingu að halda, heldur noti eingöngu ofurmannlegt innsæi sitt. 

Þetta vantar okkur hér, innsæi og innlit á Barnaland.

Í þessu sjónvarpsspjalli var líka fyndið að sjá og heyra það úr munni forseta "litla mannsins" að nær allir Bandaríkjamenn ættu BMW og þar með þyrfti að breyta því með álögum á þetta vonda fyrirtæki sem stæði í vegi fyrir dýrð og veldi Bandaríkjanna. 

Þessi ummæli lét hann falla í því ríki Bandaríkjanna, þar sem eru stærstu bílaverksmiðjur BMW í heiminum, enda flytja verksmiðjur Benz og BMW út 1,8 milljónir bíla til annarra landa, meðal annars til Kína! 

Helstu efnahagssérfræðingar landsins reyta hár sitt og skegg yfir afleiðingunum af viðskiptastríðsáætlunum forsetans, sem þarf auðvitað ekki á staðreyndum eða ráðum bestu manna að halda, - innsæið ofurmannlega nægir.  

Enda um slíkt ofurmenni að ræða, að það nýjasta hjá honum er að Bandaríkin myndu hrynja ef hann færi úr forsetastóli. 

Meira að segja Hitler, sá mikli einvaldur og "Fuhrer", hafði ekki þetta álit á sér þegar hann fór í stríðið 1939 og greindi frá því að ef hann félli frá, væri hann búinn að velja mann í sinn stað, sem myndi halda stríðinu áfram. 


mbl.is Láta ekki undan pólitískum þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Af er sú sælutíð er RÚV stóð fyrir flutningi
stórbrotinna verka á sviði leikritunar þar sem hápunktur
þessarar listar kom einatt fram í frumöskrinu svo að
hljóð festist í hátölurum, hvítvoðungar hrukku af borðum
og gamalmenni steyptust í gólf.

Einstakt gleðiefni er það að nú gengur þessi gullöld í
endurnýjun lífdaganna þar sem eru fréttatímar RÚV.

Enn frekara fagnaðarefni er skipun sendiherra Bandaríkjanna
á Íslandi.

Er það einstakt balsam þjáðri og hnípinni þjóð í vanda
við Atlantsála að sendiherra þessi er læknir að mennt.

Eyríki sem býr við slíka uppdráttarsýki og kröm
að vísa áhyggju sinni og óttafullu hjarta sífellt og ævinlega frá sér
mun almennt og sér í lagi búa við aldrepandi og banvænan sjúkdóm, að því er virtustu vísindamenn hafa jafnvel verið skrifaðir fyrir,
og þeir nefndir Trumpaholics sem haldnir eru þessu heilkenni.

Vísar heitið til þeirrar gagntakandi sorgar að Hillary skyldi ekki kosin til forseta og þeirrar innibyrgðu reiði, heift og hefnigirni sem þar af hefur hlotist auk annarrar kvellsýki og annars hugsanlegs skaða.

Þessar afvötnunarstöðvar munu þegar, að sögn þessara sérfróðu manna,
rísa í helstu tapríkjum demókrata í Bandaríkjunum og
ekki ólíklegt að Bandaríkin af örlæti sínu en umfram allt
í dýrð sinni og veldi líti til þeirra Íslendinga sem illa kunna
að vera haldnir af sjúkdómi þessum og komi til með að finna
sjúkrastöðvum þessum stað ýmist á Vífilsstöðum eða við Kleifarvatn.

Húsari. (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 03:02

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hitler var alger idjót sem valdi annan ekki betri sem var Bormann. Allt í lagi að gera grína að Trump, honum geta orðið á dellur á tungu sem er hægt að gera greín að . En heildstætt er maðurinn valdameiri en þú og hann er fljótur að átta sig ef honum verður fótaskortur á tungunni eins og þú ættir nú að þekkja manna best. Það skiptir máli hver útkoman er eftir ndurskoðun hjá honum en ekki hvort þú bullar meira eða minna. Þú ert bara djók en hann ekki.

Halldór Jónsson, 24.8.2018 kl. 03:47

3 identicon

Það er nú ansi ánægjulegt að lesa svona skondið gys eins og hann Halldór fer með. Kemur manni í gott skap, svona í morgunsárið.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 08:29

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á enga möguleika í hann í djókinu, ekki séns, því að hann kemur með ný og ný djók á hverjum degi. 

Ómar Ragnarsson, 24.8.2018 kl. 08:51

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðrétt sagði Hitler við Reichstag 1. september 1939 og allir geta flett upp á því

: "Ef eitthvað kemur fyrir mig tekur Hermann Göring við. Ef eitthvað kemur fyrir hann tekur Rudolf Hess við." 

Minntist ekki á Bormann. 

Djók?

Ómar Ragnarsson, 24.8.2018 kl. 10:37

6 identicon

Stuðningur við fíflið hann Donald Trump er mikill innan FLokksins. Það sama var upp á teningnum með morðingjann Augusto Pinochet. Íhaldsmenn voru hrifnir af honum. Segir margt um hugarfar rauðhálsanna. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 12:57

7 identicon

 Var Trump ekki að meina það, að Þjóðverjar með Merkel í fararbroddi stýri viðskiptasamningum ESB. Að sjálfsögðu er það þannig og Merkel rembist við að afneyta því. Einföld staðreynd.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 14:45

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allt í lagi. Látum hann njóta vafans. En þetta er svolítið sérkennileg aðferð til að halda uppi staglkenndu þrasi. 

Ómar Ragnarsson, 24.8.2018 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband