Virkjun bjargar ekki, en þjóðgarður gæti það.

Hvalárvirkjun skapar ekkert starf eftir að hún er komin í gagnið.

Reynslan hér á landi og erlendis sýnir hins vegar að þjóðgarðar skapa störf og tekjur, og bara hinn litli Snæfellsjökulsþjóðgarður skilar 3,8 milljörðum króna í peningum árlega, þar af 1,9 milljörðum, sem verða eftir á svæðinu. 

Þjóðgarðar skapa það, sem er lífsskilyrði fyrir byggðir, konur á barneignaaldri og afkomendur. 

Nú er enginn skóli í Árneshreppi, aðeins einn nemandi og aðeins fjórar konur á barneignaaldri. Virkjanaframkvæmdir skapa umsvif í tvö til þrjú ár en við lok þeirra missa allir atvinnuna, sem var aðeins sköpuð til stutts tíma.

Lofað var að 80 prósent vinnuafls við Kárahnjúkavirkjun yrði Íslendingar, en útlendingar 20 prósent. 

Þetta varð öfugt. Í óðagotinu og æðibunuganginum við útboðin og verkin fóru flest fyrirtækin, sem lægst buðu og mest verkefni fengu, á hausinn. 

Lofað var á sínum tíma að Blönduvirkjun myndi skapa stórfjölgun fólks á Norðurlandi vestra en í staðinn kom mesta fólksfækkkunartímabil í sögu svæðisins. 

Hugarfarið, sem skín í gegn hjá fylgjendum virkjunarinnar er svipað og skapaði fólksfækkunina í kjölfar Blönduvirkjunar, sem skapaði aðeins tvö störf: "Take the money and run!":   

Tímabundin þensla skapaði tækifæri, sem margir nýttu sér til að flytja í burtu meðan á hinni skammvinnu þenslu stóð.   


mbl.is Bregða búi eftir fjörutíu ára búskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Tendentious", þessi fréttaflutningur Moggans.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 17:14

2 identicon

"Hvalárvirkjun skapar ekkert starf eftir að hún er komin í gagnið" en rafmagnið sem hún framleiðir skapar þúsundir starfa á Íslandi svo framlega sem landráðamenn leggi ekki rafstreng til ESB

Grímur (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 19:42

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Flökt var á rafmagni á norðurlandi eftir að virkjunaráform Laxárvirkjunar og Kröfluvirkjunar mistókust. Farið var í það að tengja svokallaðan hund að sunnan til að bjarga málmum.

Megin rök fyrir Blönduvirkjun voru að virkjunin var ekki á eldgosa og jarðskjálftasvæði. Blönduvirkjun er traustasta vatnsaflsvirkjun sem Íslendingar eiga.

Áhrif virkjunarinnar eru sjánleg um allan Langadal þar sem komið hafa til sögunnar ný lönd til kornrægtar og nytja sem voru ónytjuð vegna aurframburðar og átroðnings Blöndu í vorflóðum.

Sveitarfélög söfnuðu verðmætum sem dugði til að hitavæða heilu sveitarhlutana. Torfalækjarhreppur að hluta.

Ungmenni söfnuðu peningum sem dugði fyrir námi jafn vel allt til doktorspróf.

Einstaklingar söfnuðu fé til að byggja undir sig í atvinnulegu tilliti á ýmsum sviðum á svæðinu.

Það er rétt að okkur Íslendingum gengur lítið sem ekkert við að nýta orkuna til raunverulegrar vörusköpunar til að selja.

Við framleiðum ekki einu sinni vöru úr álinu.

Við lendum raunverulega sem nýlenduapparat.

Amen eftir efninu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.8.2018 kl. 20:10

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

700 megavatta Kárahnjúkavirkjun skapar um 400 störf. 55 megavatta Hvalárvirkjun með rafmagni út í raforkukerfið, sem stefnt er að þjóni stóriðjunni enn meir en hingað til myndi því með þessum reikningi geta skapað um 30 störf mörg hundruð kílómetra frá Árneshreppi.  

Ómar Ragnarsson, 25.8.2018 kl. 00:22

5 identicon

Bara við álverið starfa nærri 800 sem fastir starfsmenn eða verktakar. Að segja að virkjunin skapi aðeins 400 störf er því eins og með aðrar tölulegar upplýsingar frá Ómari.

Íslensku þjóðgarðarnir skapa það, sem Ómar telur að skipti máli, störf fyrir konur á barneignaaldri. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er opinn allt árið. Tveir starfsmenn eru í föstu starfi, þjóðgarðsvörður og sérfræðingur. Annar er kona.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er á fjárlögum og er rekinn með framlögum úr ríkissjóði.

Það var mat nema í umhverfis- og auðlindafræði að 3,8 milljarðar á ári renni í gegnum ferðaþjónustuna inn í Snæfellsjökulsþjóðgarð, þar af tæpir tveir milljarðar árlega beint inn á svæðið sjálft. Stutt er síðan við sáum mat nema á virðisaukaskattinum og ástæður þess að ritgerðir nema eru ekki áreiðanleg gögn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.8.2018 kl. 00:44

6 identicon

Fyrirgefðu orðalagið en ertu lesblindur eða með athyglisbrest eða fylgist þú ekki með þróunin sem orðið hefur á Austurlandi næg atvinna í kringum blessað álverið og vinnu þar fólk bæði af héraði og fjörðum,að vísu eru einnig erlent fólk sem vinnu þarna þ´.Þ+u telur það kannski ekkimeð vegna þess að þú alítur það ekki fólk né 'islendinga þá sem fengið hafa ríkisborgagarétt.Hættu nú þessari maníu gagnvart austfirðingum Kárahnjúkum og Alcoa,við þurfum ekki á þinni neikvæðni að halda.Nú eru að hefjast framkvæmdir innan tíðar við stækkun á mjóeyrarhöfn,og vonandi að farið verði að reisa olíutanka ,einnig er aukning vonadi meiri í laxeldi.VIÐ GETUM ALVEG KOMIST AF ÁN ÞINNAR HJÁLPAR.

góðar stundir og vegni þér vel

456 (IP-tala skráð) 25.8.2018 kl. 14:43

7 Smámynd: Egill Vondi

456, það er rétt sem Ómar segir. Það skiptir að sjálfsögðu máli hvort þetta séu Íslensk störf eða ekki, enda eru þetta auðlindir Íslendinga sem er verið að nota til þess að vissir aðilar geta grætt pening. Störfin áttu að koma á móti. Aukinheldur var búið að lofa Íslendingum störf sem voru síðan gefin öðrum.

Egill Vondi, 26.8.2018 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband