Fer eftir túlkun og notkun.

Með myndbandadómsgæslu verður ekki komið í veg fyrir dómaramistök sem oft á tímum eru alvarleg. 

Það er rétt hjá Platini að Króatar fóru illa út úr dómaramistökum á síðasta HM. 

Hins vegar er óvíst hvort dómarinn hefði ekki gert sömu mistökin, þótt hann hefði verið í bestu hugsanlegu aðstöðu til að sjá, hvað gerðist, því að myndbandanotkunin gerir honum einmitt kleyft að vinna upp óhagræðið af því að vera ekki sem best staðsetur þegar atvik eiga sér stað. 

Og ef menn fullyrða að VAR muni drepa fótboltann hefði alveg eins verið hægt að segja það í árdaga þegar aðstoðardómarar (línuverðir) voru teknir inn í myndina. 

Myndbandstæknin er í raun ígildi aðstoðardómarakerfisins. 

Af tvennu illu er skárra að dómari geri mistök eftir að hafa leitað eftir bestu fáanlegu gögnum heldur en hann geri jafnvel fleiri mistök vegna skorts á gögnum. 

VAR mun aldrei geta komið til fulls  í veg fyrir rangt mat dómara og svartsýni Platinis er full mikil. 

´Það munu ævinlega koma upp atvik eða röð atvika, þar sem Gummi Ben hrópar upp eins og í einum HM-leiknum:  "Hvað er eiginlega að þessum dómara, að sjá þetta ekki! Ég sá þetta alla leið til Íslands!"

Málið snýst um að fækka slíkum atvikum og það þarf ansi miklar ófarir við notkun VAR til þess að það kerfi geri meira ógagn en gagn.  

 


mbl.is „VAR mun drepa fótboltann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að gefa þessu tíma til að slípast. En eitt er víst að dómarinn á vellinum þarf að geta fengið aðstoð í stóru leikjunum þar sem miljarðar eru undir og/eða menn með miljarðatekjur inn á vellinum svo óheiðarleikinn skýn í gegn.

og ef það er eitthvað sem getur drepið (áhorfendur hætta að mæta) íþrótt þá er það óheiðarleiki áhorfendur vilja ekki að leikmenn, hversu vel sem þeir eru launaðir, komist upp með að svindla. 

Munum eftir Mardonna og hendi guðs

Grímur (IP-tala skráð) 29.8.2018 kl. 18:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, markinu 1966, þar sem enn er deilt um hvort boltinn var inni eða ekki. 

Ómar Ragnarsson, 29.8.2018 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband