Hótanir, múrar, útilokanir og refsiaðgerðir hans ær og kýr.

"Ég er forsetinn, ekki þið" segir forsetinn, sem ráðlagði ungum bísnissmönnum í bók að skrifa niður hjá sér þá sem hefðu staðið að einhverju leyti í vegi fyrir þeim, og leita hefnda í framhaldinu. 

Fylgismenn og aðdáendur forsetans eru afar hrifnir af þessu. "Loksins kominn maður, sem hefur stjórn á hlutunum og framkvæmir það sem hann hefur lofað."

Öðrum líst ekki á blikuna þegar hótanir, útilokanir og refsiaðgerðir eru boðaðar um allan heim nær daglega. 


mbl.is Varar við ofbeldi ef repúblikanar tapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

The fatback is out of his mind. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2018 kl. 00:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að landa meiri háttar viðskiptasamningi við Mexíkó, er það múr, útilokun og refsiaðgerð?

    • Reyndu þig ekki, Ómar minn,

    • við ofjarl þinn.

    • Albezti leikur, sem áttu hér,

    • hrein uppgjöf er.

    • Trump er jú snjall og trítlum ei létt

    • að taka á sprett

    • fram úr þeim gamla, já, gleymdu því,

    • og gefðu þér frí.

    Jón Valur Jensson, 30.8.2018 kl. 03:53

    3 Smámynd: Már Elíson

    Trump þessi er náttúrulega bara veruleikafirrt fífl, en það hæfir svo sem skel kjafti þarna í hinu heimska vestri. - Fólk, heimskt fólk, valdi þetta yfir sig. Verði þeim, og hinum öðrum álíka heimsku stuðningsmönnum og fylgjendunum, að góðu. -

    Már Elíson, 30.8.2018 kl. 08:53

    4 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Mikið óskaplega er orðið auðvelt fyrir einhverja nobodies hér á Íslandi að lýsa því yfir, að tugir milljóna Bandaríkjamanna séu "heimskt fólk"!

    Jón Valur Jensson, 30.8.2018 kl. 14:04

    5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

    Ef einhver hefur orðið þess var að Trump sé hættur við að reisa múrinn mikla á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og reisa tollamúra gegn fjölmörgum ríkjum, væri ágætt að fá ábendingu um það. 

    Ómar Ragnarsson, 30.8.2018 kl. 14:47

    6 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Viltu að fólk frá rómönsku Ameríku geti flætt frjálst yfir landamærin til Bandaríkjanna?

    Er stefna þín hliðstæð í sama máli hér heima gagnvart Evrasíu og Afríku?

    Berstu fyrir því "Open Borders"-máli á vettvangi Samfylkingarinnar?

    Er ekki betra að fara sér hægt í þessu og fara með gát?

    Jón Valur Jensson, 30.8.2018 kl. 15:02

    7 identicon

    Það er alveg með ólíkindum að sjá menn, sem sumir telja sæmilega vitiborna og siðsama, reyna að bera í bætifláka fyrir siðlausan kvennaníðing, ofbeldismann og asna.

    Þorvaldur S (IP-tala skráð) 30.8.2018 kl. 21:12

    8 identicon

    Ég held að margir antiTrumpistar séu að skoða vitlausan enda á fyrirbærinu "Trump forseti".  Eiginlega má segja að þeir haldi sig við óæðri endan. 

    Hinn endinn er þessi: Hugsum okkur að það sé svo að millistéttin í USA sé að hverfa eða sökkva vegna þess að framleiðslan fer úr landi m.a. til Kína, hugsum okkur einnig að það sé svo að hinu glæsilega hlutverki Bandaríkjanna í seinni heimstyrjöld að bjarga vestrænni (lesist Evrópu) menningu undan böli einræðisins og nasismans og svo seinna kommúnismans, að því hlutverki sé lokið og hin ríka og sterka (vondandi) Evrópa eigi ekki lengur að reiða sig á fjárframlög og einhliða stuðning USA við það sem hún hefur vel efni á sjálf. 

    Að þessum forsendum gefnum þá má velta fyrir sér hvers konar forseti væri líklegur til þess að leiðrétta kúrsinn og stefna að því að Bandaríkin setji eigin þegna í forgang. 

    Það er satt að segja ólkíklegt að það væri kurteis og geðfeldur maður sem kæmi slíku í verk, miklu líklegra að þar þyrfti til hálfgerðan rusta því stundum þarf að brjóta og bramla í musterinu þegar hjáguðirnir eru farnir að fá allt of mikið vægi. 

    En rusti er og verður alltaf rusti og dóni er og verður alltaf dóni og þá er það mönnum auðvitað alltaf í sjálfsvald sett hvort þeir vilja fremur skoða skárri endann eða þann óæðri.

    Á endanum verður þetta því spurning um persónulegan smekk hvers og eins!

    Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.8.2018 kl. 12:16

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband