Öflugri en Ófelía og sumir þeir skæðustu við Flórída.

Í erlendum fjölmiðlum, meðal annars á Spáni, má sjá þær pælingar veðurfræðinga, að að á Norður-Atlantshafinu sé að myndast fóður fyrir svo illskeyttan fellibyl á næstu tveimur vikum, sem fari þar í norðaustur í átt að Írlandi, að hann búi yfir möguleikum til að verða jafnoki verstu fellibylja í austanverðu Karabíska hafinu og við suðausturhorn Bandaríkjanna.

Gæti það bitnað illilega á Írum ef á þeim dyndi fellibylur sem yrði kröftugri en Ófelía, sem var þriggja stiga fellibylur og olli miklu tjóni.

Hugsanlegur fellibylur gæti orðið fjögurra stiga, aðeins einu stigi frá algeru hámarki.

Vonandi rætast þessar hrakspár ekki, en að ýmsu leyti merkilegt hve snemma hausts veðurfræðingar óttast að svona fyrirbæri gæti átt sér stað. 

 

 

 


mbl.is Íbúar taki trampólínin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband