Sérstaklega leitað lúsa hjá þeim tekjulægstu.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa komi í ljós æ fleiri dæmi um það hvernig hið opinbera virðist leita sérstaklefa eftir því að skerða kjör aldraðra, öryrkja og hinna lægst launuðu.

Skeleggar og vel unnar greinar Björgvins Guðmundssonar hafa lýst þessu mætavel. 

Einnig upplýsingar ASÍ um það hvernig vaxandi skattbyrði sé látin bitna fyrst og fremst á þessum hópum. 

Ein af afsökununum fyrir þessu, sem hefur heyrst, er sú, að svo mikið sé um skattasvindl á borð við svarta atvinnustarsemi hjá þessum þjóðfélagshópum.

Þetta er léleg skýring, því að ekki eru færð nein rök fyrir því af hverju svindl af þessu tagi ætti að vera minna hjá tekjuhærri hópum með meiri möguleika en hinir tekjulægri, til dæmis til svartrar atvinnustarfsemi.  

Það verður ekki friður á vinnumarkaði nema horfið verði frá hinni einhæfu sýn ráðandi afla á höfuðatriði kjaramálanna og farið í gegnum forsendurnar fyrir hinu skaðlega stórklúðri, sem birst hafa í úrskurðum kjararáðs undanfarin ár. 


mbl.is ASÍ: „Tími aðgerða runninn upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Svört atvinnustarfsemi." Ertu að tala um launþega sem senda vinnuveitanda reikninga vegna aksturs í starfi sem nema allt í kr. 400.000 á mánuði?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.8.2018 kl. 13:42

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er vítahringur.

Kolbrún Hilmars, 31.8.2018 kl. 14:14

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Möguleikarnir eru auðvitað margir. Það eina sem ég get sagt sjálfur um spurningu Hauks, er að ég var frá árinu 1995 á Toyota Hilux pallbíl með jöklabreytingu, sem ég notaði bæði til einkanota og til kvikmyndatöku- og fréttaferða fyrir RUV í samræmi við reglur um notkun bíla ríkisstarfsmanna í þágu ríkisfyrirtækja og stofnana.

Þetta var dísilbíll og þess vegna með innsigluðum teljara vegna afsláttar á verði á dísilolíu á þeim tíma, og var lesið af teljaranum með vissu millibili.

Þar að auki hélt ég staðlaða akstursbók, þar sem tilgreind var kílómetratala á þrenns konar mismunandi vegum og þar að auki sagt frá því hvaða og hvers konar kvikmyndatökur voru í hverri ferð.

Í þriðja lagi var tilgreint í bókhaldi mínu hvaða myndefni, þættir og fréttir komu út úr hverri ferð. 

Þrátt fyrir mikinn og sannanlegan akstur var af og frá að ég "sendi vinnuveitanda reikninga vegna aksturs í starfi, sem námu allt að 400 þúsund krónum á mánuði á núvirði."

Var ég þó árum saman nokkurn veginn einn um verkefni fyrir RUV af þeim toga, sem kröfðust bíls, sem kæmist um allar vegaslóðir landsins auk jöklanna á sumrin, og um allt hið snævi þakta hálendi á veturna.

Þetta fyrirkomulag var valið, af þvi að það var niðurstaða útreikninga, að RUV græddi á því og þyrfti ekki að halda út dýrum sérbreyttum jeppa allt árið.

Um aðstæður annarra í þessum efnum get ég ekkert fullyrt um, veit ekki hvort jafn ítarlegar reglur um bókhald gilda nú á á árum áður.    

Svört atvinnustarfsemi, þar sem tekjum er skotið undan skatti, hefur verið rannsökuð nokkrum sinnum og niðurstaðan oftast numið tugum milljarða á ári. 

Þessar niðurstöður hafa aldrei verið flokkaðar opinberlega svo að mig reki minni til, en miðað við þær peningaupphæðir, sem fólk i mismunandi störfum eða aðstöðu er að sýsla við, væri einkennilegt ef þær væru minni hjá þeim, sem hafa margfaldar tekjur á við aðra en hjá þeim sem lepja jafnvel dauðann úr skel.

Ómar Ragnarsson, 31.8.2018 kl. 19:49

4 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Svo er Svartur listi Panama skjala með stjarnfræðilegar upphæðir.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 31.8.2018 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband