Drægnin vegur þyngst. Getur fallið um helming.

Í leiðbeiningarbæklingi með litla rafbílnum mínum (Tazzari Zero) er gullvæg 5setning:

"Með hverju einu hitastigi, sem lofthitinn fellur niður fyrir 20 stig, minnkar drægnin um 1%."Tazzari í hleðslu

Þegar ég segi fólki frá þessu eru viðbrögðin oftast: Nú það er ekki meira en þetta. 

Þá bæti ég við: Þetta þýðir, að í 10 stiga frosti hefur drægnin fallið um 30%. Og jafnvel í 10 stiga hita um hásumar er fallið 10 prósent. 

Í viðbót fellur drægnin um 20% ef notuð er hraðhleðslustöð. 

Uppgefnar hámarks drægnistölur bíla eru það háar, að nær væri að miða við næstum helmings fall ef bílstjórinn sýnir enga viðleitni til vistaksturs og notar miðstöðina mikið. 

Því að eðli málsins samkvæmt á bíll sem knúinn er sprengihreyfli sem framleiðir gríðarlegan hita í sprengihólfinu auðveldara með að láta hita í té heldur en rafhreyfill, sem ekki notar eldsneyti.

Á ferðum út á land skiptir fjarlægðin á milli hraðhleðslustöðva miklu máli og er ansi tæp víða. 

Milli Staðarskála og Blönduóss eru 79 kílómetrar, og milli Varmahlíðar og Akureyrar eru 94 kílómetrar. 

Ódýrustu rafbílarnir, Volkswagen e-Up og Tazzari eru tæpir á þessum áföngum.

Nú er drægnin að aukast hjá flestum bílunum og vandamálið þar með að minnka.          

 

 


mbl.is 140 bíða eftir rafbílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best væri að finna leið til að minnka hlédrægni bìlanna en auka harðdrægni þeirra.þà færu þeir að drìfa meira.

Nìels Rùnar Gìslason (IP-tala skráð) 1.9.2018 kl. 11:29

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það er ekki bara fjarlægðin á milli hleðslustöðva heldur líka hversu fáa bíla er hægt að hlaða á hverri hleðslustöð.  Meðal dags umferðin við Skaftafell nálgast 2000 bíla, væru 10% þeirrra rafbílar yrði kaos við hleðslustöðvarnar.  Eglisstaða búi fór á sinni rafpútu til Reykjavíkur stoppaði á Höfn og hlóð og heimsótti frændfólk á meðan og drakk kaffi, gisti síðan í Freysnesi og komst til Rvk daginn eftir

Ég kom við á bensínstöð milli Oslóar og Götaborgar í júlí þar voru líka um 20 hleðsluturnar, Innviðirnir fyrir rafbíla hérna á Íslandi eru ekki boðlegir nema fyrir innanbæjarakstur, í dreifbílinu er þetta bara sýndarmenska

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 2.9.2018 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband