Konurnar að bæta fyrir karlana?

Bæði í Þýskalandi og á Íslandi voru miklar vonir bundnar við þáttöku þjóðanna í HM í knattspyrnu fyrr í sumar.

Vonir Þjóðverja stefndu sem vænta mátti hærra, að bæta enn einum heimsmeistartitlinum við þá, sem unnist hafa síðan 1954.

Vonbrigðin urðu gríðarleg, ömurlegar hrakfarir. 

Enda þótt þýska kvennalandsliðið hikstaði á móti því íslenska í fyrri leik liðanna í undankeppni HM, er stórþjóðin að baki þess að sjálfsögðu vongóð um að konurnar bæti fyrir hrakfarir karlanna og stígi stórt skref í átt að heimsmeistaratitlinum í Reykjavík í dag.

Íslendingar bundu miklar vonir við gullaldarlið sitt á HM í Rússlandi sem vakti heimsathygli á EM. 

Liðið stóð sig ágætlega í tveimur leikjum af þremur í hálfgerðum dauðariðli, gerði minnisvert jafntefli við Messi og Argentínumenn og stóð uppi í hárinu á silfurliði Króata fram til leiksloka , en gæfan féll ekki með liðinu í leik við Nígeríumenn og þar með slokknuðu vonir Íslendinga um að komast áfram upp úr riðlinum.

Nú eygja Íslendingar möguleika á að konurnar bæti fyrir það sem aflaga fór hjá körlunum og komist áfram á HM á þann fágæta hátt að bera sigurorð af liði sem sættir sig ekki við neitt minna en heimsmeistaratitil.

Gangi ykkur vel, stelpur!  Áfram Ísland!

    

 

 

 


mbl.is Tapið gegn Íslandi í vetur „vandræðalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

af hverju var ekki sýnt beint frá leik kvennanna?

Halldór Jónsson, 2.9.2018 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband