Trump first!

Ummæli Donalds Trump um Jeff Sessions dómsmálaráðherra landsins sýna glögglega að í raun þýðir kjörorð Trumps "America first!" í hans huga aðeins eitt: "Trump first!" 

Dómsmálaráðherrann á að mati Trumps að skoða einstök dómsmál fyrst út frá hagsmunum Trump þegar hann sinnir embætti sínu, en það eru augljóslega hagmunir Trumps að mál á hendur tveimur þingmönnum Republikanaflokksins verði látin niður falla. 

Ólíkt var að heyra til tveggja manna, Trumps og John McCain sáluga í 60 mínútum í gærkvöldi. 

McCain sagði að virða ætti þá niðurstöðu í hvívetna að samkvæmt gildandi stjórnarskrá og kosningareglum hefði Trump verið kosinn forseti.

McCain var spurður um kosti og galla Trumps og sagði að hann hefði spjarað sig í viðskiptalífinu og í sjónvarpsþáttum. 

Hann fór mildilega um gallana; sagði hann augljóslega of oft skorta upplýsingar um einstök mál og að það væri bagalegt hvernig hann skipti oft um skoðun á fjölmörgum mikilvægum málum, stundum daglega sitt á hvað, en það ylli töfum og óþarfa erfiðleikum í stjórnarstörfum.  

Ólíkt þessu brást Trump við þegar hann var í viðtali spurður um McCain og nefnt var að hann væri þó stríðshetja. 

Svar Trumps og þó sérstaklega lágkúrulegur fyrirlitningarsvipur hans þegar hann svaraði var athyglisvert: 

McCain stríðshetja? Hann hélt nú ekki. Þvert á móti aumingjalegt að hafa vera skotinn niður. 

McCain var sýnt þetta viðtal við Trump og spurt hvor Trump hefði beðist afsökunar á þessum ummælum. "Nei" svaraði McCain. 

Stutt og laggott. Fyrirlitinn og lítillækkaður af forseta Bandaríkjanna út yfir gröf og dauða.  

Trump first! 

 

 


mbl.is Trump ósáttur við Sessions
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tveir atburðir gerðust nær því samtímis, Brexit og kjör Trump's í embætti forseta USA. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í þessum báðum löndum dauð sjá eftir útkomunni og mundu helst vilja fara aftur á byrjunarreit. Mjög svo athyglisvert.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.9.2018 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband