Gamalkunnug aðferð, að hjóla í mannninn frekar en málið.

Muna menn nú "litla landssímamanninn" og fleiri slíka, sem "láku" upplýsingum? Dæmin eru mýmörg. Viðbrögðin voru öll á þá lund að finna hinn "seka". 

Það auðveldar oft leitina að sá, sem lak, verður rekinn ef hann finnst, og því er augljóst, að það er eins gott að halda kjafti um uppruna lekans sem lengst, eða þangað til útilokunaraðferðin nægir til að góma "svikarann." 

Leitin að "litla Hvítahússmanninum getur því orðið æ meira spennandi eftir því sem hringurinn þrengist. Og á meðan verður nóg að gera og annasamt í forsetabústaðnum. 

Það liggur fyrir skriflega hjá Trump sjálfum, hve nauðsynlegt það sé fyrir alla, sem vilja ná ná langt á frama- og valdabraut að halda bókhald yfir alla þá, sem hafa á einhvern hátt staðið í vegi fyrir þeim, sem framan, fjár og valda leitar, og hefna sín á öllum slíkum.  


mbl.is Hafa þrengt lista grunaðra niður í 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómarr virðist ekki gera ráð fyrir þeim möguleika að lekinn sé upploginn frá rótum.

Halldór Jónsson, 7.9.2018 kl. 11:08

2 identicon

Lekinn gæti verið upploginn, en líkurnar á því eru litlar, Bob Woodward er fagmaður á sínu sviði. En eitt er víst; Hvíta húsið er í dag "Irrenhaus", enda "moron" sem stritast við að sitja í "the Oval Office."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2018 kl. 11:35

3 identicon

Ég verð seint talinn til aðdáenda Trumps. Aldrei hef ég lesið meira sjálfshól í erlendri ævisögu, bara íslenskri. En hann  má eiga það sem hann á. Það er ekki lekinn sem truflar mig, heldur hitt (sé þetta ekki skáldskapur) að hann gera því skóna að í gangi sé samsæri um að koma réttkjörnum forseta úr embætti. Með góðu eða illu. Við þekkjum svo sem aðfarirnar hér á Íslandi þegar rangir menn sitja í embætti; sem sé ekki vinstrimenn.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 7.9.2018 kl. 11:37

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta kallast "ad hominem". Og þykir það lágkúrulegasta sem nokkur maður, stofnun eða ríki getur gefið sig að. Það þýðir, í bókstaflegri merkingu ... að viðkomandi sé ekki "civilized", heldur villimenn.

Örn Einar Hansen, 7.9.2018 kl. 20:21

5 identicon

Sæll Ómar.

Það er óvíst hver skárar sína hinztu ljá í þessu máli!

Svona álíka eins og það er morgunljóst að óþarft er það Styrmi
fyrrv. ritstjóra að undrast fylgi samspillingarflokksins;
vitið þér enn eða hvat, sjá menn virkilega ekki þau
samspillingartæki sem notuð eru til að færa fylgið upp
og láta menn halda þar með að það hafi fylgi sem ekkert fylgið hefur?

Aldrei hafa jafnfáir unnið íslensku samfélagi jafnmikið tjón!

Húsari. (IP-tala skráð) 7.9.2018 kl. 22:15

6 identicon

Ómar minn. Best að hjóla bara á hjólastígum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2018 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband