140 km á dag á rafhjóli mögulegir; fer eftir forsendum.

Út af fyrir sig er það raunhæft takmark hjá Sushil Reddy að fara hringinn á Íslandi á tíu dögum á rafhjóli með kerru og sólarsellu í eftirdragi. Það fer þó eftir forsendum hvað snertir það, hvort hann megi hlaða rafhjólið með íslensku rafmagni eða hvort hann verði að nota eingöngu orkuna frá sólarselluvagninum, sem hann dregur á hjólinu. 

Einnig hvort hann megi nota fótaafl samhliða rafaflinu. 

Ef hann má nota þetta þrennt, sem ég tel eðlilegt, sem sé, að hjóla alla leiðina miðað við venjulegar aðstæður. Sörli,Bakkasel

Þegar farið var á rafhjólinu Sörla 420 kílómetra leið fyrir Hvalfjörð frá Akureyri til Reykjavíkur 18.-19.ágúst 2016, var krafan sú að eingöngu væri notað rafafl. 

Sett voru tvö met: 189 km á einni hleðslu frá Hótel Akureyri til Stóru-Giljár,, og 207 km á einum sólarhring frá Hótel Akureyri til Tjarnarkots á Hrútafjarðarhálsi. 

420 kílómetrarnir voru farnir á alls 42 klukkustundum að hvíldum og hleðslutímum meðtöldum.

Hlaðið var á fimm stöðum á leiðinni úr venjulegu 10 ampera heimilisrafkerfi, misjafnlega langan hleðslutíma. Lengst á Stóru-Giljá, fimm klst, en styttra í Staðarskála, Olís í Borgarnesi, Bjarteyjarsandi og Olís í Mosfellsbæ. 

Ef Reddy fer Fjarðaleiðina fyrir austan, verður vegalengd hans 1380 kílómetrar, sem myndi þýða, að hann færi tæplega 140 km á dag ef ferðin tekur tíu daga. 

Tvísýnt getur talist að hann geti farið þetta svona hratt á sólarorkunni einni, sólarhæðin og sólartíminn eru líklega of lítil til þess. 

Miklu hefði munað að fara í byrjun júlí. 

Ef hann bætir fótaaflinu við, á hann meiri möguleika, og enn meiri möguleika, ef hann má hlaða rafhlöður hjólsins á einstaka stöðum. 

Erfiðasti áfanginn verður milli Mývatns og Skjöldólfsstaða, jafnvel þótt hann hlaði í Möðrudal. 

Ef Reddy fer sólarsinnis, verður engin brekka honum verulega erfið, en ef hann fer andsælis, verða tvær langar og brattar brekkur erfiðar, Skjöldólfsstaðabrekkan á Jökuldal og Bakkaselsbrekkan upp á Öxnadalsheiði. 

Á móti kemur að heildarorkan nýtist betur við það að fara upp þessar brekkur heldur en niður. Því veldur sú auka loftmótstaða sem brun niður þær hefur í för með sér. 

 

 

 


mbl.is Hrein orka nauðsynleg fyrir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband